Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Page 82
Ritrýnd grein | Peer review
Eftirfylgni og árangur meðferðar hjá
fólki með sykursýki gerð 2 innan tveggja
sykursýkismóttaka á heilsugæslustöðvum
ÚTDRÁTTUR
Tilgangur
Hjúkrunarstýrðum móttökum einstaklinga með sykursýki innan heilsu-
gæslunnar fjölgar þar sem unnið er eftir alþjóðlegum viðmiðum. Tilgangur
rannsóknarinnar var að greina árangur eftirfylgni hjúkrunarstýrðrar sykur-
sýkismóttöku innan heilsugæslu og bera saman við alþjóðleg viðmið. Ásamt
því að rannsaka lyfjanotkun og veitta þjónustu.
Aðferð
Megindleg afturvirk ferilrannsókn framkvæmd innan heilsugæslu
Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) Fjallabyggðar og Dalvíkur. Úrtakið
voru skjólstæðingar sykursýkismóttöku frá ársbyrjun 2019 til loka árs 2020
sem höfðu tvær (mæling 1 og 2) langtímablóðsykursmælingar (HbA1c
gildi), með a.m.k. sex mánaða millibili. Lýsandi og ályktunar tölfræði var
notuð og mæligildi hópsins borin saman við alþjóðleg viðmið.
Niðurstöður
Við upphaf rannsóknar var meðalaldur þátttakenda (n=88) 66,1 (±12,68)
ár og hlutfall karla 58%. Sjúkdómslengd var á bilinu 1-21 ár. Við mælingu
2 var meðal HbA1c gildið 47,8 mmól/mól (±14,9). Allir þátttakendur tóku
lyf að staðaldri. Flestir tóku blóðsykurslækkandi lyf (93,2%) og tæplega
helmingur (44,3%) tók Glucagon-like peptide-1 agonista (GLP-1). Alls
tóku 80,7% þátttakenda blóðþrýstingslækkandi lyf og um helmingur
tók blóðfitulækkandi lyf. Algengustu fylgikvillar voru hjartasjúkdómar
(84,1%). HbA1c gildi (p=0,049), líkamsþyngdarstuðull (p=0,013), og
slagbilsþrýstingur (p=0,040) lækkaði í mælingu 2. Við mælingu 2 var
í 72,7% tilfella alþjóðlegum viðmiðum náð í HbA1c gildi en einungis
32% þátttakenda náðu viðmiðum með líkamsþyngdarstuðul við sömu
mælingu.
Ályktun
Meirihluti þátttakenda náði alþjóðlegum viðmiðum í mæligildum.
Reglubundið eftirlit, mæting í sykursýkismóttöku og samvinna við
skjólstæðinga bar því árangur. Þetta sýnir klínískt mikilvægi þess að
hafa hjúkrunarstýrðar sykursýkismóttökur innan heilsugæslunnar.
Sykursýkismóttakan virðist vinna eftir alþjóðlegum viðmiðum sem mælt er
með að unnið sé eftir.
Lykilorð
Sykursýkismóttaka, heilsugæsla, alþjóðleg viðmið, afturvirk ferilrannsókn.
HAGNÝTING
RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA
Hvers vegna ættir þú að lesa
þessa grein?
Nýjungar: Rannsóknin staðfestir árangur
af eftirfylgd og þjónustu hjúkrunarstýrðrar
sykursýkismóttöku innan heilsugæslu á
Íslandi.
Hagnýting: Niðurstöðurnar gefa
hjúkrunarfræðingum tækifæri til að efla
þjónustu og/eða halda áfram að vinna með
það sem reynist vel.
Þekking: Þekking skapast á árangri
meðferðar sem hjúkrunarfræðingar stýra
innan heilsugæslunnar á Íslandi.
Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga:
Niðurstöður rannsóknarinnar ættu að
hvetja hjúkrunarfræðinga til að sinna áfram
því faglega starfi sem á sér stað innan
sykursýkismóttöku og hvetja til teymisvinnu
þvert á fagið.
doi: 10.33112/th.100.2.2