Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 92

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 92
Endursagnaraðferðin í sjúklingafræðslu: Gagnreynd leið til að kanna skilning og bæta heilsulæsi Í störfum hjúkrunarfræðinga er sjúklingafræðsla afar mikilvæg og því hefur verið haldið fram að hún sé það næstmikilvægasta á eftir því að bjarga mannslífum (London, 2016). Til þess að sjúklingar geti tekið upplýstar ákvarðanir varðandi heilsufar sitt og verið þátttakendur í eigin meðferð, þurfa þeir vandaðar og áreiðanlegar upplýsingar og fræðslu sem veitt er af fagmennsku og byggð er á gagnreyndri þekkingu (Bhattad og Pacifico, 2022; HCEA, 2022; Johnson o.fl., 2023). Heilsulæsi ræður miklu til um hversu vel sjúklingum gagnast upplýsingar til að sinna heilsu sinni og sjálfsumönnun og nota heilbrigðisþjónustuna á árangursríkan hátt. Hugtakið heilsulæsi er í vaxandi mæli áberandi í stefnumótun og umfjöllun um heilbrigðis- tengd málefni, allt frá forvörnum til meðferðar langvinnra sjúkdóma (Jackson o.fl., 2021; The Standing Committee of European Doctors o.fl., e.d.; U.S. Department of Health and Human Services, 2010). Heilsulæsi felst í getu, þekkingu og áhuga fólks til þess að nálgast, skilja, meta og nota upplýsingar sem varða heilsu þess til ákvarðanatöku í daglegu lífi sem tengist notkun heilbrigðisþjónustu, sjúkdómaforvörnum og heilsueflingu til að viðhalda eða bæta lífsgæði (Sørensen o.fl., 2012). Í íslensku heilbrigðisstefnunni til 2030 (heilbrigðisráðuneytið, 2019) kemur fram að heilbrigðisstarfsfólk geti eflt heilsulæsi með markvissum aðgerðum, en ekki er nánar kveðið á um hvernig það er gert. Í siðareglum hjúkrunarfræðinga (2. grein) stendur hins vegar að hjúkrunarfræðingur virðir rétt skjólstæðings til að taka ákvarðanir um eigin meðferð, stuðlar að því að hann geti tekið upplýsta ákvörðun og fái réttar og tímabærar upplýsingar (Siðaráð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2015) og í lögum um réttindi sjúklinga eru einnig mikilvæg ákvæði er varða upplýsingagjöf heilbrigðisstarfsmanna og virðingu við sjálfræði sjúklinga (Lög um réttindi sjúklinga, 1997). Notkun endursagnaraðferðarinnar (e. Teach-back) er gagnreynd leið til að styðja við árangursríka sjúklingafræðslu og efla heilsulæsi notenda heilbrigðisþjónustunnar (Yen og Leasure, 2019). Endursagnaraðferðin felst í því að biðja sjúklinga að endurtaka með sínum eigin orðum það sem fór fram í fræðslunni um það sem þeir þurfa að vita eða gera (Anderson o.fl., 2020). Með aðferðinni er hægt að kanna skilning (nota endursögn) eða færni (nota endursýningu) þeirra sem hafa fengið fræðslu. Endursagnaraðferðin hefur sannað gildi sitt í mörgum erlendum rannsóknum og hún þykir fýsilegur kostur til notkunar í heilbrigðisþjónustu, enda einföld og ódýr leið til að meta og staðfesta árangur af fræðslu (Talevski o.fl. 2020). Fræðsla er eitt af mikilvægustu hlutverkum hjúkrunarfræðinga og til að geta sinnt henni vel þurfa þeir að hafa þekkingu á gagnreyndum aðferðum til að meta árangur hennar. Markmiðið með þessari fræðslugrein er að kynna endursagnaraðferðina og mikilvægi hennar fyrir hjúkrunarfræðingum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum og hvernig megi tileinka sér aðferðina í klínísku starfi. Í umfjöllun okkar notum við til einföldunar orðið „sjúklingur“ en í mörgum tilfellum beinist fræðsla einnig að aðstandendum eða öðrum notendum heilbrigðisþjónustunnar. Sjúklingshugtakið varð fyrir valinu umfram aðra valkosti, svo sem skjólstæðingur, notandi, þjónustuþegi eða viðmælandi meðal annars vegna þess að sjúklingur er skilgreindur í íslenskum lögum sem notandi heilbrigðisþjónustu (Lög um réttindi sjúklinga, 1997). Höfundar BRYNJA INGADÓTTIR1,2 JÓHANNA ÓSK EIRÍKSDÓTTIR1 NANNA FRIÐRIKSDÓTTIR1,2 KATRÍN BLÖNDAL1,2 BJÖRK BRAGADÓTTIR3 JÓNÍNA SIGURGEIRSDÓTTIR⁴ HILDUR EINARSDÓTTIR (†)1 MARGRÉT HRÖNN SVAVARSDÓTTIR⁵ 1Landspítali 2Háskóli Íslands 3Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins 4Reykjalundur 5Háskólinn á Akureyri († lést 5. september 2022) Fyrir hönd samstarfshóps um heilsulæsi (heilsulæs.is)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.