Edda - 01.06.1958, Page 7
FORSETI ÍSLANDS, ÁSGEIR ÁSGEIRSSON:
Amarp
Ég fagna þeirri hreyfingu, sem nú er komin á það mál, að efla kynningu og samskipti ís-
lendinga vestan og austan liafs. Það hefir ekki staðið upp á Vestur-Islendinga til þessa. Eg
minnist stofnunar Eimskipafélags Islands, Alþingishátíðarinnar og annarra atburða, þegar
Vestur-Islendingar liafa sótt oss lieim fœrandi hendi, og mál til komið, að vér herðum nú
sóknina vestur á bóginn til vaxandi kynna og samstarfs.
íslendingar liafa jafnan sýnt allmikla frændrækni í ættfrœði og söguritun. Hefir þess
mest gœtt gagnvart Noregi, — og þó hafa hin írsku tengsl verið vanrækt. En ættræknin á
ekki síðu.r að koma fram á niðjunum, og nú mun svo komið, að einn af hverjum fjórum nú-
lifandi mönnum af íslenzku bergi, búa í Vesturlieimi. Sögu hins íslenzka landnáms þar og
niðjatali, hafa enn ekki verið gerð full skil, og má ekki lengur bíða að hefjast handa, því
þeim fækkar nú óðum, sem kunna þá sögu til hlítar.
Fjörðurinn á milli frœnda var lengi fullbreiður til kynnisfara, en nú eru mikil umskipti
orðin, og vart lengra í tíma að brúa þetta mikla rúm, en áður tók að fara milli Reykjavíkur
og Skálholts. Þessar nýju aðstæður ættum vér að notfæra til fulls. Fámenn þjóð má ekki við
því að missa neitt sinna barna. Þó sumir þræðirnir kubbist, mái hinn vígði þáttur œtternis
og menningar ekki slitna.
Ég hefi trú á því, að það hafi nokkurt gildi fyrir niðja Islands í framandi löndum, að
varðveita menningartengslin við feðranna Frón. Svo reyndist risafuru Klettafjallanna,
Stepháni G. Stephánssyni. Hann skaut rótum sínum víða, en hin forna, safamikla rót Is-
lands þúsund ára menningar, varð honum. drýgst til aðfanga. Stephán G. galt ríflega fóstur-
launin fyrir sjálfan sig, og raunar nokkurn skerf fyrir alla, sem fluttust af landinu. Það er
óskandi að veggur framandi tungu hækki ekki svo, að ekki sjái skyggn hugur yfir á milli
landa. En hitt er eðlilegt, að næsta stórskáld, sem upp rís af íslenzkum stofni vestan hafs,
flytji sitt erindi á því máli, sem gengur um alla Vesturálfu. Má þá víðri veröhl skiljast,
að hin vígða taug hefir haldið.
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON.
E D D A
5