Edda - 01.06.1958, Page 8
Hermann Jónasson.
Hermann Jónasson,
jorsœtisráðherra:
ÁVARP
Oft hef ég undrazt, hve íslendingar vestan
hafs hafa haldið sterkum tengslum við hið
forna föðurland sitt, kynslóð fram af kynslóð.
Þó þarf til þess mikinn áhuga og elju að varð-
veita tungu sína í þjóðhafinu jnikla, þar sem
íslenzkan er ekki til neinna verulegra nota,
hvað þá nauðsynleg. En það sannast hér sem
oftar, að „það tekur tryggðinni í skóvarp, sem
tröllum er ekki vætt“. Það er fyrst og fremst
ást á íslenzkri jörð og menningararfleifð, sem
hefur tengt Vestur-Islendinga svo fast landi og
tungu feðra sinna. Það eru gagnkvæmir hags-
munir Islendinga báðum megin hafsins, að
ti aust tengsl haldist milli heimaþjóðarinnar og
þeirra, sem brott eru fluttir. Hvor aðili um sig
getur margt af hinum lært, og forn vináttubönd
á eigi að rjúfa. Við íslendingar austan hafsins
höfum e. t. v. verið tómlátari en skyldi um sam-
bandið við frændur okkar vestra. Þó höfum við
sýnt nokkurn skilning á því að styrkja blöð
þeirra og kennarastól í íslenzku í Winnipeg.
En þetta er ekki nægilegt. Fyrir nokkru gerði
Arni Bjamarson, bókaútgefandi á Akureyri,
tillögur um aukið samstarf íslendinga vestan
nafs og austan, og mun tillögugerðin hafa ver-
ið að beiðni Steingríms Steinþórssonar, þáv.
forsætisráðherra. Nú fyrir skemmstu hefur rík-
isstjórnin skipað fimm manna nefnd til þess að
varðveita og efla tengslin við Vestur-íslend-
r
inga. Er Arni Bjarnarson formaður nefndar-
innar, en aðrir nefndarmenn eru síra Benja-
mín Kristjánsson, sóknarprestur, Egill Bjarna-
son, auglýsingastjóri, Hallgrímur Fr. Hall-
grímsson, aðalræðismaður, og Steindór Stein-
dórsson, menntaskólakennari.
Eru þessir ágætu menn, sem allir eru kunn-
ir af áhuga sínum á því að gæta sem bezt sam-
bandsins við Vestur-íslendinga, líklegir til
þess að vinna gott starf því til eflingar.
Vænti ég að starf nefndarinnar verði heilla-
drjúgt.
6
E D D A