Edda - 01.06.1958, Side 10
landa okkar vestra, þrátt fyrir mjög strjálar
samgöngur.
„En svo fyrnast ástir sem fundir“, segir hið
fornkveðna. Þótt samgöngum milli landanna
hafi fleygt fram með ævintýralegum hraða, og
nú sé aðeins dagleið á milli heimsálfanna,
þar sem áður tók mánuði, og þótt ísland sé nú
hrifið með í hringiðu heimssamskipta, hafa
íslendingar beggja megin Atlantshafsins stöð-
ugt fjarlægzt hvorir aðra meira og meira. Að
vísu er þetta eðlilegt tímanna tákn. Með
hverju ári sem líður, þynnist óðfluga hópur
landnemanna vestra, og ný kynslóð, fædd í
framandi heimsálfu, kemur í þeirra stað.
Nýir landnemar koma nú ekki lengur héðan
að heiman í stórhópum til að fylla í skörð
þeirra landa sem falla frá, og síðan 1910
hafa aðeins fáir menn flutzt vestur um haf ár-
lega.
Hinn hlutfallslega fámenni hópur Islendinga
hlýtur því smátt og smátt að hverfa í hið engil-
saxneska þjóðahaf, og gegnir raunar furðu,
að svo skuli ekki hafa farið fyrir löngu. En
það er eingöngu því að þakka, að jafnframt
því að vera nýtir borgarar í hinu nýja föður-
landi, hafa Vestur-íslendingar unnið þróttmik-
ið þjóðræknisstarf til að vernda íslenzkan arf,
tungu og menningu. Er sú barátta þeirra í
senn lofsverð og lærdómsrík. En þrátt fyrir
það er augljóst, hvert stefnir. Fyrr eða síðar
hljóta þeir í hetjulegri baráttu sinni að bíða
ósigur fyrir hinum engilsaxnesku áhrifum,
nema markvíst sameiginlegt átak og sókn Is-
lendinga austan hafs og vestan hefjist þegar
í stað. Og sú vakning verður fyrst og fremst
að koma að heiman.
Langt er síðan mörgum þjóðræknum Islend-
ingum varð ljóst, að eina ráðið til þess, að
vestur-íslenzka þjóðarbrotið slitnaði ekki með
öllu úr tengslum við heimaþjóðina, væri efld
og aukin kynni milli landanna. Var hreyfing
hafin í þá átt héðan að heiman með heimboð-
um merkra Vestur-íslendinga, og síðar voru
sendir menn að heiman í kynnisfarir vestur
um haf til frænda okkar. Upp frá því hafa
gagnkvæm heimboð verið nokkur af beggja
hálfu.
En nú virðist mjög liafa dregið úr þessari
starfsemi. Heimboðum fækkað, og kynnis-
ferðir Islendinga í þjóðrækniserindum lagzt
að miklu leyti niður. Jafnframt því hefir stöð-
ugt dregið úr kaupum vestur-íslenzkra blaða
og bóka hér heima, og kaupum vestra á ís-
lenzku lesefni, þrátt fyrir auknar samgöngur
og samskipti íslands og Vesturheims. Má þar
m. a. um kenna, að við höfum látið máiefni
Vestur-íslendinga alltof afskiptalaus, og sinnt
menningar- og þjóðræknisbaráttu þeirra svo
slælega, að full vansæmd er að. En er þá fyrir
einhverju að berjast, og kæra Vestur-íslend-
ingar sig nokkuð um afskipti okkar hér heima
af málum þeirra?
Síðari spurningunni er fljótsvarað. Jafnvel
þótt íslenzkri tungu fari af eðlilegum ástæð-
um hnignandi vestra, er öllum þorra manna
þar af íslenzkum stofni kappsmál, að viðhalda
kynnum við Islendinga heimalandsins og
tengslum við þá, og hafa þeir lagt mikið í söl-
urnar til þess. Er ástæða til að ætla, að margir
þeirra finni sárt til þess tómlætis, sem málum
þeirra er sýnt hér heima'.
En þá kemur að því, hvort eftir nokkru sé
að sækjast að viðhalda fornum frændkynnum.
Talið er, að nú séu 45—50 þús. manns af
íslenzkum ættum í Vesturheimi. Þótt vitanlegt
sé, að margir munu þar hverfa í þjóðahafið,
verður þó samt um álitlegan hóp manna að
ræða, sem bæði vill og getur haldið uppi víð-
tæku samstarfi við heimalandið og bíður þess,
að tekið sé í útrétta bróðurhönd þeirra að
s
E D D A