Edda - 01.06.1958, Page 14
þjóðanna, og hvað af þessum tillögum
þeir telji brýnasta nauðsjn að fram-
kvæma fyrst.
3. Leitað verði upplýsinga um, hvað hin-
ar Norðurlandaþjóðirnar hafa gert og
gera til að lialda við sambandi og sam-
starfi við landa sína í Vesturheimi, og
ef til vill taka upp samvinnu við þær,
ef heppilegt reynist og framkvæman-
legt.
III.
Greirsargerð
I. Gagnkvæm laiidkynning.
1. Komið verði á fót íslenzkri ferða- og upplýsingaskrif-
síofu í Winnipeg.
Um það verður tæpast deilt, að það hefir
rnjög liáð ferðalögum Vestur-íslendinga til Is-
lands í stórum stíl, að engin stofnun er til
vestan hafs, sem greiði fyrir, veiti góðar upp-
lýsingar, og skipuleggi ferðalög til Islands.
Það er því brýn nauðsyn, að sem fyrst verði
stofnsett íslenzk ferðaskrifstofa í Winnipeg.
Hlutverk hennar væri sem annarra ferðaskrif-
stofa, að hafa ætíð á reiðum höndum allar þær
upplýsingar, sem að gagni mættu koma við
ferðalög til íslands, svo sem ferðakostnað,
farartæki til landsins og um það, dvalarkostn-
að og annað það, sem að ferðunum lýtur.
Einkum er nauðsynlegt, að skrifstofan geti
gefið nánar upplýsingar um ferðir til hvaða
staðar sem er á landinu, en einskorði sig ekki
við Reykjavík og hinar algengustu ferða-
mannaleiðir. Hún þarf einnig að geta greitt
fyrir, að Vestur-Islendingar geti náð beinum
samböndum við menn hér heima, ættingja og
aðra, ef þess er nokkur kostur. Þá þarf hún
sem aðrar ferðaskrifstofur að hafa bæklinga,
uppdrætti, myndir og hvað annað frá Islandi,
sem vakið getur áhuga ferðamanna, jafnt
þeirra, sem eru af íslenzkum ættum, og ann-
arra þjóða manna. Má telja sennilegt, ef vel
tekst til um fyrirgreiðslu fyrir Vestur-Islend-
inga, muni fleiri ferðamenn sigla í kjölfar
þeirra. Jafnframt þyrfti að semja við blöð
vestra, íslenzk og amerísk, að þau segðu frá
stofnun þessari. Auk fyrirgreiðslu ferða-
manna, gæti skrifstofa þessi, a. m. k. í fyrstu
verið upplýsingamiðstöð um flest eða öll þau
mál, er snertu þjóðræknisstarf Islendinga vest-
an hafs og austan. Hún gæti annast f réttasöfn-
un fyrir vestur-íslenzku blöðin héðan að heim-
an, og fyrir íslenzk blöð og útvarp vestra, og
sent heim stöðugar fregnir af því, sem frétt-
næmt gerist meðal Islendinga í Vesturheimi.
2. Rikisúfvarpið flytji fréttir af íslendingum veston hafs
a. m. k. einu sinni í viku.
r
Utvarpið er virkasta útbreiðslu- og áróðurs-
tæki nútímans. Ekkert mundi því vekja Islend-
inga hér heima eins til umhugsunar um frænd-
u r þeirra vestan hafs og hvetja þá til að halda
nppi samstarfi við þá og ef þeir fengju að
staðaldri fréttir af högum þeirra og viðburð-
um þar vestra. Gegnir það furðu, hversu
fréttaþjónusta Ríkisútvarpsins íslenzka virðist
sniðganga bæði menn og málefni Vestur-
Islendinga. Það er þó áreiðanlegt, að margar
fréttir af þeim væru betur þegnar af hlustend-
um, en margt það, sem flutt er af erlendum
fréttum, þótt það sé fréttnæmt meðal þeirra
þjóða, sem atburðirnir gerast hjá, en margt af
því er algerlega óviðkomandi okkur og áhuga-
málum okkar. Eins og áður var bent á, gæti
það verið eitt verkefni upplýsingaskrifstof-
12
E D D A