Edda - 01.06.1958, Síða 15
unnar vestra, að sjá fyrir slíkum fréttasend-
ingum til útvarpsins.
3. Dsgsks'á ríkisútvarpsins sé tvisvar á ári hverju heiguð
Vestur-lslendingum.
Það hefir tíðkast um alllangt skeið, að ým-
is félagasamtök, þar á meðal átthagafélög,
hafa fengið eina kvölddagsskrá í Ríkisútvarp-
inu, til að minna á starfsemi sína, og halda
uppi tengslum við alla landsmenn. A iíkan
hátt væri sjálfsagt, að Ríkisútvarpið helgaði
Vestmönnum tvær dagskrár á ári hverju. Til
efnisvals yrði að vanda, svo sem kostur er á,
og yrðu menn báðum megin hafsins að leggja
þar hönd að verki, þótt meginhlutinn kæmi að
vestan. Efnið: erindi, upplestur, söngur, leik-
þættir o. s. frv. yrði tekið á segulband vestra
og sent heim hingað til flutnings. Mundi slík
dagskrá verða mörgum kærkomin og auka á
fjölbreytni útvarpsefnisins, en jafnframt
mundi hún einnig vekja áhuga manna vestra á
íslenzkum málefnum, og hvetja þá til að halda
við tungu sinni og íslenzkum venjum.
4. Teknar verSi upp á seguiband dagskrór og frétla-
yfirlit til sertdingar vestur um haf.
Ekki er fullkunnugt um, hvort kleift er að
koma inn í dagskrá amerískra útvarpsstöðva
fréttasendingum frá Islandi. En hins vegar
er auðvelt að taka saman dagskrár ýmis-
legs efnis hér heima og senda vestur um haf
til aínota fyrir félagsstarfsemi þar, eða e. t. v.
íyrir útvarp, ef forystumenn Islendinga vestan
hafs gætu komið því í kring. Slíkar dagskrár
gætu orðið ómetanlegar, til þess að kynna
Vestur-íslendingum og öðrum, hvað fram fer
hér heima á sem flestum sviðum þjóðlífsins.
5. Vestmannadagur verði haldinn á íslandi á hverju
sumri t. d. á Þingvöllum.
Fyrir nokkrum árum var gerð' tilraun til
slíkra Iiátíðahalda, en þau lögðust aftur nið-
ur. Eitt af því, sem valdið hefir því tómlæti,
sem drottnandi er hér heima um mál Vestur-
íslendinga, er beinlínis það, að rnenn gleyma
því, að íslenzka þjóðin sé annað og meira en
þeir, sem búa hér heima. Slíkur hátíðisdagur,
sem helgaður væri Vestmönnum, væri flestu
betur fallinn til þess að vekja áhuga manna
hér fyrir löndum okkar vestra. — Vel þyrfti
til hans að vanda, svo að hann liverju
sinni væri nokkur viðburður í hinu daglega
lífi þjóðarinnar. Æskilegt er, að Vestmanna-
dagurinn yrði sem oftast haldinn í sambandi
við hópheimsóknir Vestur-Islendinga, eða
heimboð vestur-íslenzkra forystumanna, og
yrði móttaka þeirra einn liður í hátíðahald-
inu. Kunnugt er, að meðal hinna Norður-
landaþjóðanna eru slíkar hátíðir haldnar á
hverju ári (t. d. Rebild-hátíðin í Danmörku),
og hafa þær átt drjúgan þátt í að halda við
tengslum milli heimamanna og Vestmanna og
njóta mikilla vinsælda. Hér er stungið upp á
Þingvöllum sem samkomustað, en til athug-
unar gæti komið að halda hátíðina við og við
í öðrum landshlutum, þar sem greitt er um
samgöngur og húsakynni til að taka á móti
gestum.
6. Stofnaðar verði deildir úr Þjóðræknisfélaginu sem
viðast á landinu.
Enda þótt Þjóðræknisfélag Vestur-íslend-
inga sé orðið allgamalt, hefir furðu hljótt ver-
ið um starfsemi þess hér heima. Að vísu hefir
félagsdeild starfað í Reykjavík, en hvergi
annars staðar á landinu hafa deildir verið
stofnaðar svo ég viti. Auðsætt er, ef eitthvað
af því, sem hér er um rætt á að komast í frarn-
EDDA
13