Edda - 01.06.1958, Page 16
kvæmd, er brýn nauðsyn að stofna deildir sem
víðast á landinu, til að tryggja samtök allra
Islendinga, sem hug hafa á þessum málum og
vekja áhuga og safna öðrum til starfs. Það
starf eiga deildir Þjóðræknisfélagsins að
vinna. Það mun koma í ljós, ef deildirnar fara
af stað, muni þeim takast að leysa öfl úr læð-
ingi, sem annars lægju ónotuð, til þess að
vinna að þessum málum. Og slíkar félagsstofn-
anir einar munu verða þess megnugar að gera
mál þetta að áhugamáli alþjóðar, ef rétt er á
haldið. En mál alþjóðar þarf það að verða,
ef árangur á að nást.
! ■ I i
7. Efnt verði til bréfaskipta í skólum hér og meðal vest-
ur-islenzkra skélanema.
Á síðari árum hefir það mjög tíðkazt að
unglingar víðsvegar um lönd efna til bréfa-
skipta sín á milli. íslendingar liafa þegar tek-
ið nokkurn þátt í þeirri hreyfingu, en fátt mun
vera um vestur-íslenzka pennavini í þeim hópi.
Æskilegt og handhægt er, að skólarnir hefðu
forgöngu í þessu samstarfi.
8. Framkvæmdanefndir verði stofnaðar, bæði ó Islandi
og meðal Islendinga i Vesturheimi. Þjóðræknisfélag-
ið í Winnipeg skipi nefndina vestra, en nefndina hér
heima skipi Rikisstjórn Islands. Nefndir þessar vinni
cð auknu samstarfi i sem flestum greinum og hafi
með höndum skipulagningu alls samstarfs milli Is-
lendinga vestan hafs og austan, bæði eftir þeim til-
lögum, sem hér eru lagðar fram og ó hvern hótt
annan, er bezt þykir henta.
Sl. Heimboð og mannaskipfi.
9. Arlegt heimboð 40—50 vestur-islenzkra æskumanna
og meyja til dvalar hér ó góðum sveitaheimilum.
Heimboðum þessum mætti haga sem hér
segir: Á hverju vori yrði send flugvél vestur
um haf til Winnipeg að sækja hoðsgestina,
sem allir væru af íslenzku bergi brotnir og
valdir af Þjóðræknisfélagi íslendinga í Vest-
urheimi, eða nefnd, sem til þess yrði kjörin.
Dveldu þeir hér á landi á góðum sveitaheim-
ilum, um 2ja til 3ja mánaða skeið að sumrinu,
við venjuleg framleiðslustörf og reyndu eftir
ástæðum að læra íslenzkuna þennan tíma. Að
lokinni dvöl yrðu þeir aftur fluttir vestur. Það
er augljóst, að eigi ættarhöndin við Vestur-
íslendinga að haldast og íslenzk tunga og
menning að geymast meðal þeirra, verður því
marki bezt náð með því að glæða áhuga æsku-
lýðsins vestra fyrir íslandi og íslenzkum mál-
efnum. Því hætt er við, að frásagnir eldra
fólksins hrökkvi skammt til að vekja löngun
unga fólksins til að kynnast sögu og högum
íslendinga heima. Æskulýður Vestur-íslend-
inga verður því að fá tækifæri til að kynnast
Islandi af eigin sjón og raun, og ættu því
heimhoðin að verða varanleg í endurminning-
unni, er heim kemur. Lítill vafi er á, að unnt
er að fá fjölmörg heimili til þess að veita
unglingi að vestan ókeypis dvöl eitt sumar.
Viðvíkjandi ferðakostnaði hingað og heim
aftur, má fullyrða, að íslenzku flugfélögin
veittu þar verulega fyrirgreiðslu með lágum
fargjöldum. Gengið yrði út frá, að aðeins eitt
ungmenni yrði í stað en ekki fleiri saman, og
helzt leitast við að þau gætu dvalist á æskii-
heimili eða átthögum foreldranna, eða þá fjar-
skyldari ættmenna. Vafalaust mundu þessi
heimboð verða drýgri þáttur í að skapa sí-
lifandi samband milli Islendinga háðuin meg-
in hafsins en nokkuð það, sem hingað til hefir
reynt verið. Með örfáum orðum vil ég gera
grein fyrir möguleikum að kljúfa kostnaðinn,
sem vafalaust yrði mikill. I sambandi við flug-
ferðina þyrfti að iitvega 40—50 íslendingum
14
E D D A