Edda - 01.06.1958, Side 20
verulegu leyti. Oðru máli gegnir um vestur-
ferðirnar. Enn er ekki lengra frá liðið en svo,
að hægt er að ná til sjónarvotta og þátttakenda
í vesturferðum og landnámum. En að sjálf-
sögðu er hver síðastur í þeim efnum. Og enn
eru staðhættir eigi breyttari en svo, að hægt
mun vera að endurgera sanna mynd flutning-
anna. Fyrst þyrfti að semja vandað og vel
undirbúið handrit að mynd þessari. Þar þyrfti
fyrst að sýna þau kjör, sem Islendingar bjuggu
við, þegar vesturferðirnar hófust, svo að Ijóst
yrði, hvers vegna menn lögðu út í ævintýrið
og óvissuna. Þar kæmi fram barátta þjóðar-
innar við harðindi, verzlunaránauð, stjórn-
málaófrelsi og fábreyttir og fátæklegir lifnað-
arhættir í mataræði, húsakynnum, vinnubrögð-
um og þess háttar.
Síðan yrði lýst aðdraganda vesturferðanna,
heimanbúnaði, farkosti, kveðjustund og að-
búð á sjóferðinni og loks komunni til Ame-
ríku, landnáminu og erfiðleikum landnáms-
áranna.
Til myndar þessarar yrði að vanda í hví-
vetna, og má gera ráð fyrir að undirbúningur
og upptaka hennar tæki langan tíma, en eins
og fyrr er sagt, er hver síðastur að hefjast
handa, ef góður árangur á að nást. En ef vel
tækist, þá væri þarna fengin íslenzk kvikmynd,
sem fáa ætti sína líka sem mikilvæg söguleg
og menningarleg heimild.
21. Veslur-íslenzkir landnemar, sem enn eru ó lífi, verSi
heimsóttir og viðtöl við þó tekin ó segulband.
Óðum þynnist fylking hinna vestur-íslenzku
landnema. Enn eru þó nokkrir þeirra á lífi og
sæmilega ernir til sálar og líkama. Það er
ekki vanzalaust, ef þeir verða látnir fara svo
í gröfina, að ekki verði geymdar raddir þeirra
og þeir látnir miðla einhverju af langri og
margbreyttri reynslu sinni til síðari kynslóða
á þann hátt, sem ógleymanlegt má verða. En
til þess er upptaka á segulband eða hljómplöt-
ur öruggasta leiðin.
22. Unnið verði oð óframholdi á ýtarlegri landnámssögu
Islendinga í Ameríku.
Margt hefir þegar verið skrifað um land-
nám og sögu Islendinga í Ameríku, og gefin
út mörg bindi um það efni á vegum Vestur-
Islendinga. Vafalaust vantar þó margt enn í
fullkonma heildarsögu um þetta efni. Því er
æskilegt, að Islendingar báðum megin hafsins
tækju saman höndum um að safna öllum
heimildum, sem fást kunna, vinna úr öllum
þessum gögnum og koma á prent svo fullkom-
inni landnámssögu, sem auðið er. Því fyrr,
sem þetta starf er unnið, því auðveldara verð-
ur það.
23. Hafist verði handa um að afrita eða mynda úr
kirkjubókum eða mcnntalsskróm vestra allt það, er
snertir Islendinga eða menn af islenzkum ættum.
í sambandi við æviskrár þær, er getur í eft-
irfarandi grein, er söfnun þessara heimilda
nauðsynleg. Afritin eða filmurnar yrðu geymd
í þjóðskjalasafni Islands og væru þau ómetan-
legur fengur þeim, er fást við ættfræði og
mannfræði. Annað eintak yrði geymt í safni í
Ameríku, sem Vestur-íslendingar kysu til
þess.
24. Hafin verði æviskrórritun Islendinga í Vesturheimi,
bæði þeirra, er vestur fluttust og afkomenda þeirra,
með liku sniði og Islenzkar æviskrór. Safnoð verði
myndum allra þeirra, er til næst.
Starf þetta verður hafið þegar á næsta
sumri, og hefir Alþingi Islendinga þegar veitt
nokkurn fjárstyrk til þess. Ráðgert er, að fjór-
ir menn héðan að heiman ferðist meðal Islend-
inga vestra næsta sumar, til að safna gögnum
18
E D D A