Edda - 01.06.1958, Side 26
Árni G. Eylands,
stjórnarráðsfulltrúi:
Símaskrárnar þrjár
Á hillunni hjá símanum liggja þrjár síma-
skrár. Elcki til skraiits, þetta eru ekki vandað-
ar bækur að frágangi og útliti, og því ekkert
augnayndi. Ekki eru þær skemmtilestur venju-
legum mönnum og mér ekki heldur, en allar
eru þær mér nokkur nauðsyn, — ég þarf á
þeim öllum að halda, sem handbókum og fletti
þeim oft til þess að finna nöfn og heimilisföng.
Þær ná samanlagt yfir svið, sem mér er eðli-
legt að hugsa um sem nokkra heild, hvað sem
öllum fjarlægðum líður.
Fyrst er nú að sjálfsögðu skráin yfir síma-
notendur í Rogalands-fylki, þar sem ég dvelst
nú um skeið. Án hennar er ekki hægt að vera
í daglegu starfi. Þá er það íslenzka símaskrá-
in. Hvað er eðlilegra en að hún fylgi mér eftir,
og oft kemur sér vel að líta í hana til þess að
athuga heimilisföng heima. Loks er þriðja
skráin, sem mun vera óvenjuleg hjá símanot-
endum bæði í Noregi og á Islandi. Það er síma-
skrá Winnipeg-borgar — Greater Winnipeg
Telephone Directory. •— Mér finnst gaman að
Arni G. Eylands.
því að blaða í þeirri bók, og oft hef ég haft af
því bein not. Það er ekki ómerkilegt að lesa
öll íslenzku nöfnin í símaskrá Winnipeg-borg-
ar, sum nokkuð torkennileg, eins og kunningj-
ar geta oft orðið eftir langar fjarvistir, en ís-
lenzk, þegar að er gáð.
Þetta er meiri sérvizkan með þessar sírna-
skrár þínar, mun margur segja. Mér dettur
ekki í hug að neita því, en þetta er ódýr sér-
vizka, sem auðvelt er að veita sér, og hún meið-
ir engan, en veitir mér gleði og þá öryggis-
kennd að geta opnað glugga, þegar mér lient-
ar og látið langt að kominn þey minninga
leika mér um hug og hjarta.
Eg hef um nokkurt árabil átt því láni að
fagna, sem starfandi maður heima á Islandi,
að geta átt nokkuð opnar leiðir til Islendinga
í Vesturheimi og til frændþjóðarinnar norsku
í austri. Ég hef reynt það nokkuð, hversu erf-
itt er að halda vakandi og starfandi félagssam-
tökurn, sem hafa það að markmiði að varða
þessar leiðir öðrum leiðarmerkjum en dans-
24
E D D A