Edda - 01.06.1958, Page 27
leikjum og átveizlum. Þess er ekki ijúft að
roinnast. Þær minningar valda þó engu von-
leysi. Miklu hærra ber iiitt, minningarnar um
Rokkur atvik, mannfundi og samvistir, sem
færðu mér óvefengjanlega heim sanninn um
oauðsyn þess og réttmæti, að halda heilum
böndurn milli greina ættstofnsins í austri og
vestri — Austmanna — Islendinga — Vest-
fnanna.
Nýir tímar opna nýjar leiðir, ný ráð. Til
skamms tíma var þetta starf háð erfiðleikum
fjarlægðar, fátæktar og jafnvel vöntunar á
tungutaki. Það hefir verið mest tilfinningamál
okkar nokkurra eldri mannanna, að lialda
uppi félagsskap til þess að rækja þessi mál.
Nú er öldin önnur. Hver unglingur mælir nú á
euska tungu, milljónirnar velta, og nú er ekki
nema húsavegur til Noregs og dagleið til
Vesturheims. Ungir menn menntaðir í Ame-
ríku og Noregi eiga góðs að minnast um frá-
bæra gestrisni og fyrirgreiðslu í þessum lönd-
Um á námsferli sínum. Nú sitja þessir menn í
mikilvægum stöðum á íslandi, í Háskóla Is-
lands, í Atvinnudeild háskólans, í Búnaðarfé-
fagi Islands, sem kennarar við bændaskólana,
sem læknar, prestar, lögfræðingar, verkfræð-
ingar, viðskiptafræðingar o. s. frv. — Það eru
þessir menn, með sína góðu menntun og sína
góðu aðstöðu, sem nú eiga að taka upp og bera
vel fram merki þjóðræknismálanna til menn-
mgartengsla við Vestmenn og Austmenn, með
allt öðrum og meiri tökum og meiri árangri
heldur en við höfum getað látið í té og fram
koma, sem hingað til höfum verið að bauka
við þetta. Til þess ber þeim skylda, og til þess
liafa þeir öll beinin.
Nýjar, ákveðnar, umfangsmiklar og merkar
tillögur eru fram komnar um samstarfið við
landana í Vesturheimi og eflingar íengslum
við þá. Eg ætla mér ekki þá dul að ræða þær
og sízt af öllu neinu þar við að bæta. Ég óska
aðeins til hamingju með stórum stækkandi á-
tök í þessu mikla og mikilvæga máli og bið
þeim blessunar, er nú byggja vörður, þar sem
menn — bæði ég og aðrir •— höfum hálfgert
og algert orðið úti málefnalega og um aðgerð-
ii', á umliðnum árum.
Það er samstarfið við landana, ættingjana
og vinina vestra, sem nú er á dagskrá. Sam-
starfið við Austmennina, ættbálksgreinina
meiri og stærri hér í Noregi er önnur saga og
þó furðu skyld. Þar er einnig þörf stærri taka.
Um þau mun ég ekki ræða frekar að þessu
sinni ,en hafa má það í minni, þegar unnið er
að íslenzkum tengslum vestan hafs og austan,
að um margt hafa íslendingar og Norðmenn í
Vesturheimi átt samleið og samhjálp. Urn það
ber íslenzka landnámssagan vestra öruggt
vitni. Af því má læra, og af samstarfi Norð-
manna vestan hafs og heima, nú þegar tekin
verða hin stóru skrefin í þjóðræknismálunum.
HeiII og hamingja fylgi því starfi öllu, alltaf
og alls staðar.
Á JaSri í Noregi, 10. maí 1958.
E DDA
25