Edda - 01.06.1958, Qupperneq 30
Ellíheímilið í Reykjavík er einnig dóttir Elli-
heimilisins á Gimli. Og enginn vafi er heldur
á því, að kirkjufaðir Vestur-íslendinga, séra
Jón Bjarnason, hafði sterk áhrif á kirkjulífið
heima á Islandi. Rit hans Sameiningin var
skrifuð af spámannlegum þrótti, og lásu marg-
ir heima á Islandi, einkum prestarnir. Svo
ferðaðist séra Jón einnig hér nokkuð um. Sama
gerði séra Friðrik Bergmann. Tímarit hans,
Breiðahlik, var glæsilegt og ritað af miklu
andríki, svo að ýmsir hrifust af því. I þessum
ritum kom stundum fram mikil gagnrýni á
kristnilífi og kirkjulífi á Islandi, og var tekið
nokkurt tillit til þess, því að „sá er vinur, er
til vamms segir‘‘.
V.
Arið 1919 var stofnað Þjóðræknisfélag
Vestur-íslendinga til verndar feðratungu
þeirra og þjóðerni, til varnar því, að þeir hyrfu
eins og dropi í haf hinna enskumælandi þjóða
N.-Ameríku. Og sams konar félagsskapur
hófst um svipað leyti á Islandi, og sendi liann
séra Kjartan Helgason, prófast í Hruna, þá um
haustið vestur um haf til þess að vinna að þess-
um málum. Þótti vel fallið, að fulltrúi ís-
lenzku þjóðarinnar yrði staddur vestra 1920,
en þá var liðin hálf öld frá því er vesturfarir
Islendinga hófust til Norðurfylkja Bandaríkj-
anna og Kanada. Séra Kjartan ferðaðist um
flestallar byggðir Islendinga og flutti þar er-
indi og prédikaði í kirkjunum. Var aðsókn
framúrskarandi góð og mikill árangur af för
hans, sem stóð fram á vor. Drýgst munu hafa
orðið áhrifin af persónulegum kynnum, og
eignaðist séra Kjartan fjölda vina vestra. Einn
þeirra sagði mér, að séra Kjartan hefði gefið
sér fræ af íslenzkri fjólu. Setti hann það niður
í garðinn sinn, og fjólurnar komu upp og
þroskuðust vel. Voru aðrir látnir njóta góðs af,
og nú eru íslenzku fjólurnar víða vestra. Virð-
ist mér þetta táknrænt um starf séra Kjartans.
Honum var Ijóst, að bezta vernd Vestur-Islend-
inga var trú þeirra og tunga, og hagaði starfi
sínu eftir því. Var samvinna við beztu menn
Vestur-íslendinga farsæl og góð. Hreyfing var
hafin báðum megin hafsins, er átti fyrir hönd-
um mikinn vöxt og viðgang. Einn samstarfs-
manna séra Kjartans lýsti honum svo:
Þú áttir svo fágætan andans seim,
oss enginn tjúfari sótti heim.
An vopna sigraðir Vesturlieim
og vígðir þér hjörtu landa.
Menn sáu ættjarðarauð hjá þér,
hve yndisleg menning lands vors er,
þann kærleiksávöxt, er kirkjan bcr,
og kynjavald göfugs anda.
VI. . -í
Starf þjóðræknisfélaganna báðum megin
hafsins blómgaðist og óx. Vestur-Islendingar
eignuðust stórmerkt tímarit, og til forystunnar
völdust ágætir menn, m. a. úr prestastétt
Vestur-íslendinga. Og enn komu prestar að
heiman til starfa í söfnuðunum, Þorgeir Jóns-
son, Eyjólfur Melan og síðast en ekki sízt séra
Benjamín Kristjánsson. Hefir hann nú af órofa
tryggð við menningu og kristindóm Vestur-
íslendinga bjargað frá glatkistunni ómetanleg-
nm verðmætum vestan hafs, kirkjubókum, lík-
ræðum, ættartölum og sæg af öðrum handrit-
um og ætlar enn á næsta sumri að leggja vestur
í slíkan leiðangur.
Trúmálaágreiningurinn varð minni og stefna
Hins evangeliska lúterska kirkjufélags varð í
höfuðatriðum hin sama sem Þjóðkirkjunnar
heima. Dr. Björn B. Jónsson forseti, sem fyrr-
um hafði átt í mjög hörðum ritdeilum við dr.
Jón Helgason, heimsótti ísland og hreif menn
með Ijúflyndi sínu, víðsýni og frjálslyndi. Og
28
E D D A