Edda - 01.06.1958, Blaðsíða 31
Prestafélag íslands gaf út erindaflokk eftir
kann, sem hann nefndi Guðsríki og náði góðri
útbreiðslu. Samgöngur urðu greiðari í milli,
°g við fengum marga ágæta gesti að vestan,
W- a. á Alþingishátíðina 1930, og ýmsir
menntamenn héldu héðan vestur til fyrirlestra-
balds. Námsmönnum frá Islandi fjölgaði einn-
!g stöðugt við háskóla vestra. Prestar að vest-
an, er heimsóttu oss á þessum árum, voru séra
Albert Kristjánsson og séra Sigurður Olafsson,
séra Jónas A. Sigurðsson, og forseti Þjóðrækn-
isfélagsins, séra Rögnvaldur Pétursson. En um
íangt skeið féllu nú niður ferðir ungra guð-
li'æðikandídata eða presta vestur um haf. Or-
sök þess kann að hafa verið prestaekla hér
heima á Islandi fremur en áhugaleysi á prests-
starfi vestra. Gekk svo um hríð.
VII.
Þá var það mikið lán, að dr. Sigurgeir
biskup Sigurðsson var valinn fulltrúi af Is-
lands hálfu á aldarfjórðungsafmælisþing
Þjóðræknisfélagsins í Winnipeg 1944. Ferðað-
ist hann mikið um vestra og flutti margar ræð-
ur og guðsþjónustur við afbragðsgóða aðsókn
og aðdáun. Varð koma hans mjög til þess að
vekja samhug og sameina þjóðarbi'otin báðum
niegin hafsins, en þó einkum til þess að efla
samband með kristninni vestan hafs og austan.
Kirkjufélagið lýsti glöggt afstöðu sinni með
því að kjósa hann lieiðursverndara sinn. Jafn-
lramt var hann kosinn forseti Þjóðræknisfé-
lagsins heima. Síðan hefir verið unnið að því
jafnt og þétt að efla samvinnu Islendinga aust-
an hafs og vestan að kristindómsmálum. Hafa
forsetarnir vestra sízt látið hlut sinn eftir
liggja, þeir dr. Richard Beck, séra Valdimar
Eylands og séra Philip Pétursson.
Næsta ár, 1945, átti Kirkjufélagið 60 ára
afmæli, og bað dr. Sigurgeir biskup mig að
vera fulltrúa þjóðkirkju Islands á afmælis-
þinginu í Winnipeg. Stóð för mín yfir nokkuð
á annan mánuð. Ferðaðist ég um flestar Islend-
ingabyggðir í Norður-Ameríku og Iieimsótti
gömlu söfnuðina mína í Vatnabyggðum Sask.
Komst ég alla leið vestur á Kyrrahafsströnd til
Vancouver, Blaine og Seattle. Flutti ég alls
staðar erindi eða guðsþjónustur við mjög góða
aðsókn og naut í ríkum mæli bróðurhugar og
tryggðar.
VIII.
Eftir heimkomu mína var tekið að vinna að
prestaskiptum yfir hafið, og vildi kirkjustjórn-
in leggja málinu lið, enda var kunnugt um
nokkra presta vestra, sem voru mjög fúsir til
skiptanna. Einnig var rætt við fáeina hér, og
höfðu þeir hug á skiptunum. Þó gekk nokkuð
seint að koma þeim á. Loks var það ákveðið,
að þeir séra Valdimar Eylands í Winnipeg og
séra Eiríkur Brynjólfsson á Utskálum skiptu
á prestsstarfi og hefðu hvorir tveggja með
fjölskyldur sínar. Urðu skiptin sumarið 1947
og stóðu í eitt ár. Þau tókust vel, eins og vænta
mátti, því að áhugasamir öndvegisklerkar áttu
í hlut, er leystu störfin prýðilega af hendi og
lil almennrar ánægju í söfnuðunum.
Annað, sem ýmsum lék hugur á, var það, að
ungir menn að vestan stunduðu hér nám við
guðfræðideildina. Haustið 1945 kom Emil
Guðmundsson frá Lundar og stundaði liann
síðan lengi nám við deildina. Er hann nú orð-
inn prestur í Bandaríkjunum. Nokkru seinna,
1953, kom til náms séra Eiic Sigmar, sonur
dr. Haralds Sigmars, fyrrv. Kirkjufélagsfor-
seta, ásamt konu sinni. Naut hann nokkurs
scyrks, en jafnframt unnu hjónin fyrir sér með
enskukennslu. Séra Eric er nú forseti Kirkju-
E D D A
29