Edda - 01.06.1958, Page 34
landnemum og verða aðeins lítill árshringur í
meiði nýrra þjóða.
Islendingar mega ekki láta þessa nafngift
villa sér sýn. Fólkið, sem flutti vestur um haf,
og niðjar þess, eru og eiga að vera Kanada-
menn og Bandaríkjamenn og ekkert annað.
Það getur glatt okkur, að þetta fólk hefur
reynzt mjög vel í hinum nýju heimkynnum,
verið þróttmikið og hollt í hverskonar störf-
um, komið börnum sínum til mennta og lagt
fram drjúgan skerf á mörgum sviðum þjóðlífs.
Heimamenn eiga ekki aðeins að gleðjast yfir
áhuga og dug þeirra, sem halda uppi íslenzku
þjóðræknisstarfi, heldur einnig hinum, sem
helga sig alla þarlendum störfum. Lífið gengur
sinn gang, og það er þröngsýni að fárast yfir
því, þótt Björn Jónsson breytist í Byron John-
son, þegar um er að ræða afreksmann, sem
verður forsætisráðherra í ríki, sem er tíu
sinnum fjölmennara en ísland. Sama gildir
um bóndann á sléttunni, verzlunarmanninn í
Vancouver eða dómarann í Dakota.
Sagt er, að fyrsta kynslóð innflytjenda vest-
an hafs, hverrar þjóðar, sem er, haldi yfirleitt
til æviloka tryggð við gamla landið, málið og
minningu hernskunnar. Næsta kynslóð elst upp
í þessu blandaða umhverfi og heyiir hæði
málin. Þessi kynslóð snýst oft gegn gamla
heiminum, sem hún sjálf ekki þekkir nema af
afspurn, og leggur sig alla fram til að vera
sannir borgarar hins nýja lands. Þriðja kyn-
slóðin er hins vegar al-amerísk og finnur ekki
til neinna efasemda um það efni. Henni eru
frásagnir ömmunnar fróðlegar og gamla málið
nýstárlegt. Nýr áhugi vaknar.
Þessi skýring, sem er að sjálfsögðu of ein-
fökl til að vera algild, gefur auga leið um verk-
efni Heima-Islendinga í sambúðarmálum við
Vestur-Islendinga. Það á að leggja áherzlu á
gamla fólkið, sem aldrei varð annað en Al-
Islendingar og lifir í gömlum minningum. Því
fækkar, það er einangrað, heimsókn á elli-
heimilin á Gimli eða Blaine er frekar dapur-
leg. Gleðjum þetta fólk, höldum tryggð við
það.
Hins vegar eigum við að fagna þeim afkom-
endum landnemanna, sem hafa áhuga á Is-
landi og öllu íslenzku,*hvort sem þeir hafa
haft aðstöðu til að læra málið eða ekki. Það
eru þeirra örlög að hverfa í bræðslupott þjóð-
anna vestra fyrr eða síðar og praktiskar ástæð-
ur til að læra íslenzku fara hraðminnkandi
handan hafsins. Þrátt fyrir þetta ■— eða ein-
mitt vegna þessarar þróunar, skulum við svo
hjálpa til að halda við íslenzkum menningar-
setrum, til dæmis við háskólana. Þangað á að
safna íslenzkum bókum og öðrum minjum.
Þar eiga að geymast heimildir um fyrirbyggj-
ara og sögu íslenzku byggðanna, jafnvel dreif-
ingu afkomendanna. Þar á að kenna íslenzka
tungu öllum, sem læra vilja.
Sambúð milli Islendinga báðum megin
hafsins verður að byggjast á skilningi á þeirri
sögulegu þróun, sem hlýtur að eiga sér stað
\estra. Það á ekki að einskorða sambandið
við þá, sem hafa verið svo heppnir með um-
hverfi, að geta haldið málinu við. Áhugi hinna,
sem sótt hafa frama sinn í hringiðu stórþjóð-
anna, og aldrei hafa lært mál forfeðra sinna,
getur engu síður verið báðum aðilum þarfur
og ánægjulegur. Slíkir menn geta ekki síður
en forustumenn þjóðræknismálanna reynzt
haukar í horni, bæði hvað viðkemur kennara-
stólum, bókasöfnum og öðrum menningar-
síofnunum, og lifandi sambandi, jafnvel ferð-
um milli heimsálfanna.
32
E D D A