Edda - 01.06.1958, Blaðsíða 35
Benjamín Krisi’jánsson,
sóknarprestur:
Gömul ræða
Minni GuHorms J. GuHormssonar skólds, flutt í somsæl
Stúdcntofélog Akureyror hélt honum 23. ógúst 1938
Enda þótt ég telji mig ekki til þess færari
en aðra menn, þótti mér ekki hlýða að skorast
tindan að flytja það, sem formaður Stúdenta-
féla gsins nefndi aðalprédikunina yfir Gutt-
ormi skáldi Guttormssyni, hollvini vorum og
heiðursgesti í kvöld. Hefi ég hugsað mér, að
sú predikun skuli ekki vera löng og liggja til
]»ess einkum tvær ástæður. Onnur sú, að ég er
því vanari að halda lofræður yfir dauðum
tnönnum en lifandi, enda finnst mér það nær
sanni, að þeir hafi þolinmæði til að liggja
undir þeim. Hin ástæðan er, að reynslan hefir
kennt mér, að í hvert skipti, sem ég hefi ætlað
mér að flytja langa predikun og merkilega
hefir sú predikun þótt leiðinleg og illa takast.
Eefir þetta sannfærl mig um sannleiksgildi
þess, sem ég lærði raunar á skólabekk, að því
styttri predikun því betri.
Fer þetta að líkindum, þegar um fagnaðar-
Ri'indið er að ræða, að ekkert spjall okkar
prestanna nær sjálfu guðspjallinu. Og þegar
Benjamín Kristjánsson.
um Guttorm skáld er að ræða verður hlutfallið
á líka lund. Ekkert, sem ég segði um hann,
væri líklegt til að gera skáldskap hans nógu
góð skil.
Búskapur Gutforms.
Að einu leyti má ég þó djarft úr flokki tala,
því að ég mun vera sá einasti af þeim, sem hér
eru viðstaddir, sem heimsótt hefi Guttorm
skáld á Víðivöllum í Nýja-íslandi, og ætti ég
því engu síður að geta dæmt um veraldlegan
hag hans en andlegan. Og með því að mér
þykir það áhættuminna, ætla ég að byrja á því
að gera ofurlitla grein fyrir umhverfi hans og
tímanlegum hag.
Það mundi vera talin stór jörð og góð á Is-
landi, þar sem Guttormur skáld býr, bleikir
akrar og slegin tún, skóglendi og veiðivötn
svo langt sem augað eygir. Hleypur þar á land
fiskur sá, er hvítfiskur nefnist, feitur eins og
EDDA
33