Edda - 01.06.1958, Qupperneq 38
horfa en lifandi verur. Þó má einnig finna lif-
andi verur innan í hverjum þeim kufli, sem
höfundurinn færir persónur sínar í, jafnvel í
gervi ormsins og eldflugunnar. Með þessu
kemur í Ijós skarpur skilningur hans á tak-
mörkun einstaklingsviðhorfanna.
• Bæði af þessu og eins af hinu ytra formi,
sem oft er stórskáldlega fyrir komið, fá leik-
ritin ævintýralegan blæ. 011 eru þau gagn-
þrungin af skarpviturlegum setningum og
spaklegum og andríkum tilsvörum. Skáldið
leitast við að brjóta liinztu rök lífsins til
mergjar og bregður margvíslega ljósi yfir við-
fangsefni sín. Yfirleitt er bókin náma af djúp-
um hugsunum, og hefur henni hingað til verið
veitt allt of lítil athygli.
Kvæðabækur.
Annars var það eigi ætlun mín, eins og ég
gat um í upphafi að halda nokkra dómadags-
ræðu fyrir Guttormi J. Guttormssyni og skáld-
skap hans. Til þess er ekki tími. Þó verður
rétt aðeins að geta um önnur skáldrit hans.
Fyrsta ljóðabók hans: Jón Austfirðingur,
kom út 1909. Bóndadóttir, kom út 1920. Og
loks kom út ljóðabókin: Gaman og alvara árið
1930, og er þar prentað megnið af þeim ljóð-
um, sem hann hefir ort til þess tíma. En síðan
hefir hann ort allmikið af kvæðum, sem verið
liafa að birtast í Vesturheimsblöðunum smám
saman, og er það venjulegast mitt fyrsta verk
að lesa þau kvæði, þegar blöðin ber að garði.*
Ef tekið er tillit til þess, að Guttormur er
borinn og barnfæddur í Vesturheimi, vekur
það undrun, hversu mál hans er kröftugt, harð-
snúið og einkennilega kjarnyrt. Kunna sum
kvæðin, einkum hexameter hans, að virðast
hrufótt og stirðleg við fyrstu sýn, eins og t. d.
*LjóSabókin: Hunangsflugur, kom út í Winnipeg 1944.
kvæðið um Guðrúnu í Jóni Austfirðingi. En
þó fellur rímið undarlega vel að raunasögu
þessarar hjartahreinu íslenzku meyjar, svo að
Ijóðið orkar á hugann eins og kveinstafir
hauststormsins yfir liðinni tíð. Allur er óður
hans rammaukinn og minnir stundum á Eddu-
kvæðin.
Sumum kann að virðast Guttormur magnað-
astur í kímninni. En gamanið verður oft grátt
hjá honum og kímnin bitur. Djúp alvara ligg-
ur venjulega að baki, enda er því jafnan þann-
ig háttað um hin beztu kímniskáld, að erfitt
getur verið að segja, hvar gamanið endar og
alvaran tekur við. Mun það vera mála sannast,
að Guttormur sé sterkastur í alvörunni.
En marga strengi á hann í hörpu sinni, og
þótt tröllhlátrar séu í sumum kvæðunum, eru
önnur mjúk og söngmild, nærri því angurblíð,
eins og t. d. bið undtirfagra kvæði Sandy Bar.
Það mundi annars verða of langt mál, að telja
upp öll þau kvæði eftir Guttorm, sem eru góð.
Miklu uppbyggilegra er það fyrir hvern og
einn af oss að lesa þau.
Meira samband milli
austurs og vesfurs.
Um leið og ég lýsi gleði okkar allra yfir því
að hafa Guttorm skáld Guttormsson á meðal
vor, færi ég honum hugheilar þakkir fyrir þann
mikla og merkilega skerf, sem hann hefir lagt
til íslenzkra bókmennta. Þarf ég engan lofköst
að hlaða honum, því að sjálfur hefir hann
með skáldskap sínur reist sér óbrotgjarnaii
varða, sem standa mun í aldir fram. En gleði
vor er tvöföld í kvöld. Hún stafar ekki ein-
göngu af því, að vér höfum ágætt skáld á með-
al vor, heldur líka af hinu, að það er Vestur-
Islendingur í heimboði íslenzku þjóðarinnar.
Vér, sem dvalið höfum í Vesturheimi og
36
E D D A