Edda - 01.06.1958, Page 39
notið gestrisni og alúðar landa vorra þar, höf-
t>ni oft fundið sárt til þess, hversu heimaþjóð-
Jnni liefir stundum viljað gleymast sú stað-
neynd, að þriðjungur þjóðar vorrar býr nú
vestanhafs, og mikill þorri þessara þjóð-
braeðra vorra er með hálfan hugann hér heima
°g fylgist ágætlega vel með öllu, sem hér ger-
ist. Of gleymnir höfum vér eitinig verið á þau
þrekvirki, sem landar vorir vestan liafs hafa
nnnið, og aukið með því hróður þjóðar sinnar.
Þetta mun vera í þriðja sinni, sem vestur-
íslenzku skáldi er boðið lieim til ættjarðarinn-
ar5 og ætti því að mega vænta þess, þegar litið
er á hraðbatnandi samgöngur, að nú taki úr
nð rætast um nánari viðkynning þjóðarbrot-
anna austan liafs og vestan, og að á næstu ár-
uni megum vér eiga von á að sjá miklu meira
nf bræðrum vorum vestan yfir íiafið hér
beinia, en aðrir fari vestur til að treysta bönd-
in.
Guttormur skáld Guttormsson er glæsilegt
dænii um það, hversu íslenzk tunga, menning
°g hugsunarháttur, getur haldizt ómeingað í
íramandi landi um sex tugi.ára, tapað engu af
kjarna sínum og krafti, en aukizt að mannviti
°g dug við stærri útsýni og aukna reynslu.
Islenzk ougu.
Þegar Ólafur konungur sendi Sighvat skáld
Þórðarson á fund Rögnvalds jarls Ulfssonar
Í]1 að njósna af Svíakonungi, gekk liann aust-
,Jr um Markir og hafði erfiða ferð, unz hann
bom til jarlsins. Gaf jarlinn Sighvati gull-
hring. Þá tók kona ein til orða, og kvað hann
hafa gengið til nokkurs með hin svörtu augu.
Sighvatur kvað:
Oss hafa augu þessi
íslenzk, kona, vísað
brattan stíg að baugi
björtum langt in svörtu.
Ég fann til þess með nokkru stolti, að það
voru íslenzk augu, sein vísað hafa Guttormi
Jeið að þeim andlegu fjársjóðum, sem hann
hefir saman dregið og ávaxtað í ljóðum sín-
um, fram yfir aðra stéttarbræður sína útlenda
á meginlandi Ameríku. íslenzk tunga og
menning skóp þann hljómgrunn í sál Guttorms
J. Guttormssonar, sem gerði hann næman fyrir
andanum að ofan, anda vitsins og skáldskap-
arins. Þetta er ég viss um að hann skilur og
viðurkennir sjálfur.
Þess vegna er það ánægjulegt, að nú hafa
in íslenzku augu hans einnig vísað honum
lirattstíginn lieim til ættjarðarinnar. Vildum
vér þá óska, að hann hefði gengið til nokkurs,
engu síður en skáldbróðir hans með in svörtu
augu.
Líklegast gæðum vér þig ekki, Guttormur,
björtum baugum líkum þeim, er Sighvati voru
gefnir. En ættjörðin mun segja við þig eins og
postulinn mælti við manninn, er lmípinn sat
við Fögrudyr helgidómsins: „Silfur og gull á
ég ekki, en það sem ég hefi, gef ég þér.“ Og
hann tók í hægri hönd hans, reisti hann á fæt-
ur og mælti: „Gakk þú!“ Og jafnskjótt urðu
fætur hans og ökklar styrkir, og hann spratt
upp, fór inn í helgidóminn, gekk um kring og
lofaði guð.“
Fyrir þér hefir ættjörðin þegar opnað helgi-
dóm náttúrufegurðar sinnar, þar sem hún
íagnar þér, komnum af hafi, og Ijýður þér að
ganga um styrkum fótum og lofa guð.
HiS andiega ísland.
Fyrir aðeins tveim árum síðan sat Guttorm-
ur enn þá utan við Fögrudyr helgidómsins og
lét sig dreyma um dýrð hans. Þá orti hann
þetta snildarlega kvæði fyrir minni Islands:
E DD A
37
L