Edda - 01.06.1958, Side 40
Fagurt er ísland í anda
oss ýmsum, sem hér vorum bornir,
íegra en í minningamistri
svo margra, sem gerzt hafa fornir,
þeirra, sem ekki eru angar
af íslenzka stofninum skornir.
Munar því helzt, þegar horfa
menn heim, þó sé loftið án skýja.
Aldnir sjá Island hið kalda
en ungir hið sólríka, og hlýja;
aldnir sjá Island hiS gamla,
en ungir hið vaxandi nýja.
Ekki er það hnjúkarnir, holtin
og hraunin, sem framast vér þráum.
það er ekki Island hið ytra,
sem einkum í huga vér sjáum,
heldur hið andlega Island
sem elskum vér, tignum og dáum.
Nú óskum vér, þegar þú ert kominn heirn,
að ekkert af vonum þínuin og draumum urrt
þetta efni megi bregðast. Það verði hið unga
og vaxandi Island, sem þú sérð, Island hið sól-
ríka og hlýja.
Megi ættjörðin gefa þér hið hjarta gull ís-
lenzkrar sumarfegurðar, það roðagull, sem
verða mundi þér dýrmætara en baugur sá, er
Sighvati var gefinn forðum. Megi vordraumur
vorrar vaxandi þjóðar svella þér í hug, þökk
vor og hlýhugur varða veg þinn, er hverfur
aftur héðan. Þú hefir fært út landamæri ætt-
jarðar þinnar. Með söknuði sjáum vér þig
hverfa aftur af landi á brott. En sú er þó vor
raunabót, að vér vitum, að hið andlega Island,
sem vér elskum, tignum og dáum, tapar þér
aldrei.
Benjamín Kristjánsson:
Tvö vestur-íslenzk skáld
Gísli Jónsson:
FARDAGAR.
Vísur og kvæði. Winnipeg 1956.
Það var gaman að koma heim til Gísla Jóns-
sonar í Winnipeg fyrir aldarfjórðungi síðan.
A.uðsætt var, að frábær listasmekkur ríkti á
heimilinu, ást á menntum og listum sat í fyrir-
lúmi, en jafnframt kenndi gesturinn hlýjunn-
ar af þeirri ástúð og einingu, sem stóð vörð
u m þennan heimilisarin. Húsbændur voru
hvort öðru skemmtilegra í viðræðum, glöð og
reif, og veittu höfðinglega af gnægð anda síns.
Auk ljóðagáfu sinnar hafði Gísli verið söng-
maður góður á yngri árum og ritfær hið bezta,
enda hafði hann mikið fengizt við bækur og
blöð sem prentari.
Kona hans, Guðrún Finnsdóttir, var flug-
gáfuð, og skrifaði hún skáldsögur, er vöktu at-
hygli. Hafa komið út eftir hana a. m. k. tvö
smásagnasöfn: Hillingalönd (1938) og Dags-
h.ríðar spor (1946). Sonur þeirra var verk-
fræðingur og dæturnar, sem voru hver annarri
fegurri, léku listavel á hljóðfæri: slaghörpu
og fiðlu.
Gísli er fæddur á Háreksstöðum á Jökul-
38
E D D A