Edda - 01.06.1958, Page 41
dal 9. febrúar 1876, bróðir Einars Páls rit-
stjóra og þeirra merku systkina. Tvítugur að
aldri útskrifaðist hann úr Möðruvallaskólan-
um, lærði síðan prentiðn og fluttist til Can-
ada 1903, settist að í Winnipeg og var þar um
langt skeið prentsmiðjustjóri. Hann var lengi
ritari Þjóðræknisfélags Islendinga í Vestur-
beimi og tók við ritstjórn Tímarits Þjóðrækn-
isfélagsins að dr. Rögnvaldi Péturssyni látn-
r
um, 1940, og hefir gegnt því starfi síðan. A
hann þar margt ljóða og ritgerða. Einnig stóð
hann á sínum tíma með dr. Rögnvaldi að trú-
málaritinu Heimi, sem þeir gáfu út í nokkur
ár.
Árið 1919 kom út eftir bann í Winnipeg
Jjóðabókin Farjuglar með mörgum einkar
fögrum og hugljúfum kvæðum, en annríki og
umsvif ollu því, að hann lagði niður ljóðagerð
að mestu eftir það. Þó birtust eftir bann öðru
liverju nokkur veigamikil kvæði í blöðum og
tímaritum, og safnaði hann því helzta af þessu
saman í ofurlítið kvæðakver, sem heitir Far-
dagar, og kom það út á áttræðis afmæli hans.
Þetta ljóðasafn er aðeins gefið út í hundrað
eintökum, sem ætluð eru ættingjum og vinum,
smekklega irrentað og frágengið. Get ég þess
lil, að það muni einhvern tímann verða eftir-
sótt af bókasöfnurum, því að ekki ef það að-
eins hið litla upplag bókarinnar, sem gera mun
hana dýrmæta, heldur eru einnig kvæðin sjálf
prýðisgóð, hvort heldur eru hin frumkveðnu
tða þýðingarnar.
Þessu til sönnunar gríp ég niður í fyrstu
kvæðunum, sem eru hvert öðru betra. Yfir
kvæðinu Fardagar, sem bókin hefst með, hvíla
sérkennilegir töfrar. Það er ort á þeim kross-
götum, þar sem æskan og elliu mætast, æskan,
sem heilsar lífinu vonglöð og fagnandi, og ell-
in, sem hverfur á brott meira eða minna von-
svikin, en varðveitir þó ennþá sinn bjarta og
Gísli Jónsson.
blíða himindraum innst við hjartarætur.
Kvæðinu lýkur þannig:
Svo gakk þú með mér garði frá,
er glitra kvöldsins ljós;
til eins ég mælist minja til,
það mér til handa kjós:
Ur þínum bjarta blómareit
ef ber ég eina rós,
þá finn ég æskan fylgir mér,
þó feigðar nálgist ós.
Þér verði æskan Ijúf og létt
og löng og glöð og blíð;
því mín varð ærið endaslepp
og inntengd frosti og hríð.
En bráðum glymur Gjallarbrú,
er geysl ég helveg ríð;
þar yzt í vestri eygló skín,
þar eftir þér ég bíð.
í kvæðinu Áning, sem ort er á sextugs af-
mæli höfundarins, er snert við sama efni, von-
um og vonbrigðum hins mannlega lífs:
Vér æskudögum óskum þrátt til baka
og ætlum með því hamingjunni að ná.
E D D A
39