Edda - 01.06.1958, Side 42
En myndbreytingum minningarnar taka,
svo margt, er sýndist glæst, oft litum brá.
Og ævileiðin öll er hungurvaka,
ið æðsta takmark hennar leit og þrá,
og launin helztu, er líða fer að kveldi,
einn lítill neisti af minninganna eldi.
En aldrei finnst oss æskan þó og vorið
jafn unaðslegt og þá, er halla fer
að aftni lífs. Það hvetur hinzta sporið
að heyra til því lífi, er síungt er,
og hafa af ævi-akri kannske skorið
þau öx, er nýrri kynslóð frjómögn ber,
þó einkalíf, síns upphafs þoku vafið,
sem aðrir dropar falli loks í hafið.
Iðunnarkviða er myndarlega kveðin hryn-
lienda, lofsöngur til ljóðsins. Þunglyndi bregð-
ur fyrir í sumum kvæðunum eins og t.d. Týnda
kynslóðin, en það eru skuggar og skin djúp-
úðugrar mannssálar, sem kvæðin spegla.
Lækjaskvaldur er ágætt kvæði, kannske það
bezta í bókinni, fjallar um elfur rúms og
tíma:
Alla daga, allar nætur
áin vökvar blómarætur,
blóma, er engin augu litu,
engar varga tennur bitu,
blóma, er spruttu aðeins einum
inni í hjartans dýþstu leynuin.
Þessir straumar, þessi móða
þreytta öndu setur hljóða,
eða fyllist unaðshreimum
innst í sálar huldugeimum.
Ain niðar, áin niðar
út í hafdjúp tóms og friðar.
Gísli Jónsson er góðskáld, og hefði ljóða-
gáfa hans efalaust getað náð miklum þroska,
ef hann hefði lagt meiri stund á íþrótt sína,
eða lífsönnin gefið honum meira tóm við
strengleikinn. Þýðingar hans á ljóðum ýmissa
snillinga gera ljóðabækur hans ekki sízt eftir-
tektarverðar.
Páll Bjarnason.
Páll Bjarnason:
FLEYGAR.
Winnipeg 1953. Odes and Echoes. Vanc. 1954.
Margir Vestur-íslendingar hafa kynnt Eng-
iJsöxum íslenzka ljóðlist með þýðingum sín-
um á enska tungu, eins og glögg má sjá af úr-
vali þessara ljóða er dr. Richard Beck gaf út
1930 og hann nefndi: Icelandic Lyrics. Þar
voru nokkrar ljóðaþýðingar eftir Pál Bjarna-
son, sem vöktu athygli vegna þess, að hann lét
sér ekki nægja að þýða á útlenzku með slak-
ari kröfum um ljóðaform, en höfundarnir
sjálfir höfðu gert, heldur lék sér á enskunni
eftir öllum „kúnstarinnar reglum“ með stuðl-
um og höfuðstöfum, sem vart þekkist nú nema
á Islandi. Komst hann frá" þessu öllu með
sæmd og prýði.
Þessi snjalli þýðandi hefir nú gefið út heilt
bindi, sem mestmegnis eru enskar þýðingar á
40
E D D A