Edda - 01.06.1958, Blaðsíða 47
Björn Björnsson,
rœðismaður, Minneapolis:
Náið samband milli íslendinga heima fyrir
og niðja landsins í Vesturheimi varðveitist að-
eins á þeim grundvelli að virkilegur áhugi
komi fram lijá báðum aðiljum. Augnabliks
stemning og áróður eru duglaus, ef áhuginn
urn eflingu tryggðabanda er ekki jafn einlæg-
ur beggja megin hafsins.
Sjálfsagt er fjöldi austan hafs og vestan, sem
óska þess að náið samband beggja haldist. Tel
ég sjálfan mig einn þeirra, og helzt vegna þess
að mér finnst Vestur-Islendingar mundu tapa
langmest á því, ef tengslin við uppruna þeirra
rofnuðu. Samt sem áður, af einlægri hrein-
skilni, virðist mér það nauðsynlegt að benda á
það, að ekki eru þeir margir, sem vilja leggja
mikið á sig að halda uppi þessu samstarfi.
I Bandaríkjunum, í það minnsta, eru fleiri
hundruð manns af íslenzku bergi brotnir, sem
vita aðeins um þann uppruna, og varla meir.
Þekking þeirra á íslenzkri menningu er lítil,
og kunnátta í málinu ennþá minni. Hvað á að
gera til þess að vekja áhuga þessara „týndu“
Islendinga fyrir nánara sambandi við ísland?
Eg tel það ]>ezt að viðurkenna að til séu að-
eins nokkrir tugir af þeim fáu hundruðum
Vestur-íslendinga, sem búsettir eru í Banda-
ríkjunum, sem nnindu leggja nokkuð verulega
á sig að koma á nánara samstarfi milli þjóðar-
brotanna. Og, því miður, eru þessir fáu meðal
okkar dreifðir, og eru sambönd þeirra á milli
rnjög lítil.
Ef nokkuð á að gerast í því að varðveita
tengsli íslendinga, austan hafs og vestan, þá
er það unga fólkið, sem verður að leggja hönd
að verki. Yfirlit yfir íslandssögu og sýnishorn
hókmenntafjársjóðar þjóðarinnar verða að
vera bæði handhæf og heppileg handa Vestur-
íslendingum. Og einmitt með því móti að hafa
þau á ensku mundi frekar takast að ná fjöld-
anum, og um leið þá að sýna Vestur-Islending-
E D D A
45