Edda - 01.06.1958, Blaðsíða 49
Bragi Friðriksson,
œskulýð sfulltrúi:
Vinátta í verki
Þeir íslendingar, sem hafa farið vestur um
haf til lengri eða skemmri dvalar munu flestir
sammála um, að kynnin af löndum vorum í
Vesturheimi hafi um margt verið þeim sérstæð
og merkileg. Svo fór mér. Saga þjóðarhrotsins
vestan hafs er að vísu nátengd sögu Islands,
en þó um leið sérstæður þáttur hennar. Þetta
er saga landnáms og baráttu, þar sem fáir
ryðja sér braut í nýjum og framandi lieim-
kynnum meðal fjölmennra þjóðflokka, en týna
þó í engu eðliseinkennum sínum, heldur þrosk-
ast þau og skýi'ast í samskiptum við hreytt lífs-
svið. Þetta eitt eru næg rök þess, að oss hinum
er það þroska- og þekkingarauki að kynna oss
þennan merkilega þátt í sögu þjóðarinnar, því
að sú fræðsla bi'egður merkilegri birtu á það,
hveinig Islendingurinn hrást við og stóðst þá
þolraun, sem ný viðhorf og viðfangsefni á
fjarlægum slóðum höfðu í för með sér. —
Kynning mín af Vestur-íslendingum varð mér
Bragi Friðriksson.
holl lexía og jók trú mína og ti'aust á því bezta
í þjóðareðli voru. Dugnaður, trúmennska,
sjálfstæði í hugsun og fróðleiksþrá hafa um
aldir verið taldar dyggðir meðal íslendinga,
og staðreynd er það, að þessir eiginleikar urðu
hornsteinar þess álits og frama, sem landar
vorir í vesturvegum hafa áunnið sér. Þetta er
athyglisvert og þess virði, að Islendingar báð-
um rnegin hafsins gefi því gaum. Svo verður
saga vor merkust, ef hið bezta úr henni vex í
vitund og verki þeirra kynslóða, sem við arfin-
um taka.
Margt hefur verið sagt, ritað og starfað í
þágu þjóðræknisnxálanna austan hafs og vest-
an. Skal það ekki rakið hér, enda gjört í riti
þessu á margan hátt. Eg fagna öllum jákvæð-
um nýmælum í þessum efnum og skal vera
eftir megni stuðningsmaður á þeim vettvangi.
En þetta vil ég samt segja í þessu sambandi.
Saga Vestur-íslendinga, ættarböndin eða siinn
E D D A
47