Edda - 01.06.1958, Blaðsíða 52
Egill Bjarnason,
(Mglýsingastjóri:
Eilt af því sem um er rætt í hinum mörgu og
merku tillögum Arna Bjarnarsonar, bókaút-
gefenda á Akureyri, varðandi aukin tengsl og
samstarf við Islendinga, búsetta í Vesturheimi,
er, að við hér heima, reynum að hlynna að út-
gáfu blaða þeirra og tímarita.
Vestur-Islendingar liafa gefið út tvö IjIöð
svo sem kunnugt er, um sjö áratugi samfleytt,
Lögberg og Heimskringlu, en auk þess mörg
tímarit, þótt flest þeirra séu nú bætt að koma
út. Höfuðtímarit þeirra nú, er Tímarit Þjóð-
ræknisfélagsins, sem er vandað rit og fróðlegt,
og það ekki síður fyrir okkur sem búum hér
lieima á Fróni, en Vestur-íslendinga sjálfa.
Að undanförnu hefur ríkt nokkurt tómlæti
meðal okkar hér heima um þjóðernisleg og
menningarleg tengsl við landa okkar í Can-
ada og Bandaríkjunnm. Nú standa vonir til að
þetta breytist. Núverandi ríkisstjórn hefur
góðan skilning á því, að okkur ber að halda
við og efla til muna samskipti og samvinnu ís-
lenzku þjóðarinnar vestan hafs og austan. Og
gott er til þess að vita, að í stjórnarandstöðurini
eru margir merkir áhrifamenn, sem vilja af
heilum liug leggja þessu máli lið, enda er og
verður þetta mál að vera hafið yfir allt póli-
tískt dægurþras.
Fyrir um 20 árum síðan vaknaði áhugi minn
og skilningur á því, hvílík nauðsyn það er fyr-
ii okkur sem íslendingar heitum, hvoru meg-
in Atlantshafsins sem við búum, að viðhalda
sem bezt sambandi okkar á milli. Sá maður,
sem opnaði augu mín fyrir þessu, var Jónas
Jónsson frá Hriflu, þá skólastjóri minn í Sam-
vinnuskólanum. Fyrir lians hvatningu fór ég
að vinna að því að útvega kaupendur að Tíma-
riti Þjóðræknisfélagsins, Lögbergi og Heims-
kringlu, og varð nokkuð ágengt. Síðar tóku
aðrir við uppskeru þessa starfs míns, sem
50
E DDA