Edda - 01.06.1958, Page 55
Erlendur Einarsson
forstjóri:
Viðskiptin við Vesturheim
Erlendur Einarsson.
Þegar fólksflutningar frá íslandi til Vestur-
lieims voru mestir á árunum 1880—1890,
voru erfiÖir tímar á Islandi. Þótt verzlunin
væri með lögum gefin frjáls árið 1855 voru
það þó aðallega erlendir menn, sem verzlun-
ina önnuðust á þeim árum. Þjóðin var þá mjög
fámenn, íbúatalan rúm 70.000, framleiðslan
var lítil og einhæf og mikil fátækt hjá almenn-
ingi. A þessum tíma bjó flest fólk á Islandi í
sveitum. Landbúnaður var stundaður við
erfiðar aðstæður og með lélegri tækni.
Á þeim tveim mannsöldrum, sem liðnir eru,
frá því að fólksflutningar frá íslandi til Vest-
nrheims voru mestir, hafa miklar breytingar
orðið í heimi hér. I framleiðsluháttum þjóð-
anna hefur orðið algjör bylting með síauknum
vísindum og aukinni tækni. í fáum löndum hins
vestræna heims mun efnahagsþróunin þó hafa
orðið eins ör, tiltölulega, eins og á Islandi.
Um síðastliðin aldainót hófst andleg vakning
með íslenzku þjóðinni. Ymsir menntamenn,
sem kynnzt höfðu lifnaða'rháttum annarra
þjóða, fundu að íslenzka þjóðin var langt á
eftir í efnahagslegu tilliti. Islenzku skáldin
orktu þá fögur ljóð um ættjarðarást, frelsi og
fagra framtíð þjóðarinnar. Og þessi fögru
kvæði hittu í mark. Fullur sigur vannst í frels-
isbaráttunni, og jafnframt urðu miklar frarn-
farir í atvinnuháttum þjóðarinnar. Islenzka
þjóðin hefur öðlazt efnahagslegt sjálfstæði, og
yfirleitt verður ekki annað sagt en að velmeg-
un ríki á Islandi.
I nútíma þjóðfélagi byggist velgengni og
góð afkoma þjóðar á mikilli framleiðslu. A
íslandi hefur framleiðsla þjóðarinnar farið
ört vaxandi á undanförnum árum. Vöxturinn
hefur verið mestur við sjávarsíðuna. Fiski-
skipum hefur fjölgað ár frá ári, frystihús og
íiskvinnslustöðvar hafa verið byggðar, og um
1/5 hluti þjóðarinnar starfar nú við ýmiss
E D D A
53