Edda - 01.06.1958, Page 56
konar iðnað. Framþróun í Íandbúnaði hefur
einnig verið mikil, og þrátt fyrir fólksfækkun
í sveitunum hefur framleiðsla landbúnaðar-
Vara aukizt mjög á undanförnum árum. Hér
hefur þróunin orðið sú sama og í öðrum lönd-
um. Færra fólk í sveitunum framleiðir meira
en áður með hjálp véla og bættrar tækni.
Aukin framleiðsla er þó tilgangslítii nema
unnt sé að selja framleiðsluvörurnar. Hér
kemur verzlunin til skjalanna. Á s. 1. tveim
mannsöldrum hafa íslendingar tekið verzlun-
ina algerlega í sínar hendur. Á þetta við bæði
um innanríkis- og utanríkisverzlunina. Islenzk-
ir litflytjendur hafa umboðsmenn í flestum
markaðslöndunum, og í nokkrum löndum eru
starfandi íslenzkar skrifstofur, sem annast sölu
og dreifingu íslenzkra framleiðsluvara. T. d.
eru tvær slílcar skrifstofur í New York.
Þótt mikill og góður árangur hafi náðst á
undanförnum árum í því að afla markaða fyr-
íj. útflutning Islendinga, þá er salan og öflun
markaða nú eins og áður eitt hið þýðingar-
mesta mál fyrir eflingu íslenzks atvinnulífs.
Ný vakningai'alda hefur nú hafizt, sem mið-
ar að því að auka samstarf milli Islendinga
austan hafs og vestan. Utgáfa þessarar bókar
er einmitt einn þáttur í slíku starfi. Er vel far-
ið, að vaxandi áhugi er nú fyrir þessum mál-
um. Hið fyrirhugaða, aukna samstarf er hugs-
að á ýmsum sviðum, eins og t. d. í sambandi
við landkynnningu, menningarmál, viðskipta-
rnál o. fl. Þær tillögur, sem gerðar hafa verið
um samstarfið, eru merkilegar, og er vonandi
að þær komizt flestar í framkvæmd. Það er
erfitt að segja fyrir um, livaða þættir í hinu
fyrirhugaða samstarfi verði árangursríkastir.
Reynslan hefur þó sýnt, að samstarf þjóða í
viðskiptamálum er raunhæfast og árangurs-
ríkast, ekki aðeins í efnahagslegu tilliti heldur
einnig með tilliti til menningar og landkynn-
ingar. Vörur, sem seÍdar eru úr einu Íandi í
annað og neytendur kynnast, skapa ávallt
mikla landkynningu. Ef neytendur aðhyilast
framleiðsluvöru einhvers lands, þá skapast ó-
sjálfrátt vinsamleg tengsl milli þeirra, sem
vöruna kaupa, og landsins, sem framleiðir
hana.
Frá lokum síðustu heimsstyrjaldar hafa Is-
lendingar aukið mjög verzlun við Vestui'heinr
og þá sérstaklega við Bandaríkin. Viðskiptin
við Vesturheim liafa verið þjóðinni sérstak-
lega hagkvæm, og þær vörnr, sem þar eru á
boðstólum, eru mjög eftirsóttar á íslandi. Auk
þess er gjaldeyrir sá, sem fyrir vörurnar fæst,
gjaldgengur, hvar sem er í heiminum. Væri því
æskilegt fyrir Islendinga að selja sem mest af
þjóðarframleiðslunni til Bandaríkjanna og
Kanada, þ. e. a. s. ef verðið, sem fyrir vörurnar
er greitt, er sandjærilegt við það verð, sem fæsl
í öðrum löndum. Nokkur hluti af útflutningi
Islendinga er nú seldur í Vesturheimi, þar á
meðal Bandaríkjunum. Er hér um að ræða
fyrst og fremst freðfisk og er ánægjulegt til
þess að vita, að hann hefur unnið sér álit sem
gæðavara í flestum þeim löndum, þar sem
hann hefur verið á boðstólum. Freðfisksalan
til Bandaríkjanna þarf enn að aukast. Islenzka
þjóðin byggir afkomu sína fyrst og fremst á
sjávarútvegi, og á undanförnum árum hefur
mikil uppbygging átt sér stað í sjávarútvegin-
um. Hraðfrystihús og fiskvinnslustöðvar hafa
verið byggðar, og má nú heita að flest sjávar-
þorp í landinu hafi hraðfrystihús og fisk-
vinnslustöð. Fiskiskipastóllinn hefur einnig
aukizt,og ráðgert er nú að auka hann til mikilla
muna með byggingu nýrra togara. Islendingar
vænta því aukinnar framleiðslu sjávarafurða
á komandi árum. Ef þær vonir rætast, þarf
þjóðin að afla aukinna markaða fyrir þessa
frandeiðslu. Æskilegt er að söluaukning geti
54
E D D A