Edda - 01.06.1958, Page 58
Guðmundur Vilhjálmsson,
forstjóri:
Yinarhönd að vestan
Þántaka Vestur-íslendinga í stofnun
Eimskipafélags íslands.
GuSmundur Vilhjálmsson.
Þegar ég var beðinn að skrifa grein í þetta
rit, sem helgað er sameiginlegum málefnum
Islendinga austan hafs og vestan, kemur mér
fyrst í hug hinn mikilsverði þáttur, sem íslend-
ingar vestan hafs áttu í stofnun Eimskipafélags
r
Islands.
Með því að á þessu ári eru liðin 45 ár síðan
Idutafjársöfnunin fór fram meðal íslendinga
vestan hafs, og flestir eða allir þeirra manna,
sem þá stóðu fremst í því starfi eru nú ekki
lengur vor á meðal, finnst mér rík ástæða til
þess að rifja upp þá sögu, til þess að hún falli
eigi í gleymsku, og til þess að hinir yngri
meðal núlifandi Vestur-Islendinga megi kynn-
ast þessum þætti ræktarsemi hinna eldri til
gamla landsins og heimaþjóðarinnar. I eftir-
farandi grein styðst ég við frásögn um þátttöku
Vestur-íslendinga í stofnun Eimskipafélagsins
í 25 ára afmælisriti félagsins, sem út kom
árið 1939.
í aprílmánuði 1913 sendi bráðabirgðastjórn
sú, sem hafði með höndum undirbúninginn að
stofnun Eimskipafélagsins, 19 málsmetandi
mönnum meðal Islendinga í Winnipeg hluta-
úthoðshréf með lilmælum um að ]jeita sér fyrir
söfnun hlutafjár meðal landa vestan hafs. Var
hoðshréfið hirt í vestanblöðumim ásamt hréfi
hráðahirgðastjórnarinnar tii ritstjóranna.
Fullyrða má, að þessi frétt hafi verið íslend-
ingum í Vesturheimi hið mesta gleðiefni. Þeir
Jiekktn kringumstæðurnar hér heima frá fornu
fari og skildu því vel, að hér var um að ræða
þjóðþrifafyrirtæki, sem öllum góðum íslend-
ingum var sæmd að styrkja. Ræktarþel Vestur-
íslendinga til heimalandsins hefir jafnan ver-
ið mikið og nú fengu þeir tækifæri til þess að
sýna það í verki, og þeir gerðu það. En liug
þeirra til þessa máls má m. a. marka á kvæði
Þorsteins Þ. Þorsteinssonar „Heillaósk til
56
E D D A