Edda - 01.06.1958, Page 60
menn hluttaka þeirra liefðí uni þetta áhuga- og
velferðarmál þjóðarinnar, — ------Er það
sameiginleg áskorun vor til allra Vestur-Is-
lendinga, að þeir taki nú saman höndum við
bræður vora heima á ættjörðinni og styðji þá
í þessu mikla þjóðernislega áhugamáli þeirra
með ráði og dáð og rösklegri hluttöku, svo að
eimskipafélagshugmyndin komizt í tilætlað
horf og traustur grundvöllur verði lagður und-
ir þá ráðagerð að Islendingar nái öllum far-
kostum og flutningum heima fyrir í sínar eigin
hendur.“
Á íundinum var síðan kosin 14 manna nefnd
til þess að annast framkvæmdir í málinu. Þar
skýrði og Árni Eggertsson frá því að menn í
Winnipeg væru þegar búnir að skrifa sig fyrir
77.500 kr. í hlutafé, og hafði hann sjálfur
safnað því ldntafé að mestu einn.
Nefndarmenn tóku síðan að sér að fara tveir
og tveir í liverja nærliggjandi íslendingabyggð
í Bandaríkjunum og Islendingabyggðirnar í
Manitoba í söfnunarerindum. Allir unnu þeir
endurgjaldslaust að þessu staríi. Ennfremur
úlvegaði nefndin sér umboðsmenn víðs vegar
og voru þeir alls 146 að tölu. Til þess að kynna
almenningi málið og hvetja menn til þess að
sinna því, bírti neíndin ítarlega greínargerð
um það í vestanblöðunum.
Árangur þessa mikla starfs néfndarinnar
varð sá, að þá þegar söfnuðust urn 160 þús. kr.
meðal Yestur-íslendinga og var það mikið fé
og mikilsverður stuðningur þegar miðað er við
allar aðstæður og að á sama tíma fram til stofn-
fundardags Eimskipafélagsins 17. jan. 1914
hafði safnazt hér lieima um 340 þús. kr. í
hlutafé (auk hlutakaupa landssjóðs sem urðu
100 þús. kr.).
Þátttaka Vestur-íslendinga í stofnun Eim-
skipafélagsins er fegursti og stærsti vottur um
þjóðrækni þeirra og hugarþel til gamla lands-
ins, sem enn hefur sýndur verið. Laugflestir
þeirra, sem lögðu fram fé til fyrirtækisins í
fyrstu, bjuggust ekki við því, að hljóta neinn
arð af fé sínu. Heill og velferð ættjarðarinnar
réð eingöngu gerðum þeirra. Ilið saina má
segja um íslendinga heima. En sá var þó miin-
urinn, að þeir áttu að njóta skipanna, fá hag-
kvæmari flutninga og betri samgöngur, en
Vestur-íslendingar áttu engar slíkar hagsbætur
í vændum. Dáð þeirra og tryggð verðskuldar
því það, að henni sé lengi á lofti haldið kyn-
slóðinni til verðugs sóma.
58
E D D A