Edda - 01.06.1958, Blaðsíða 61
Gunnar Thoroddsen,
borgarstjóri:
Máttugasta vopnið
Á íslendingadegi í Winnipeg 2. ágúst 1921
mælti skáldið Einar Benediktsson á þessa lund
ti] Vestur-Islendinga:
„Eg lýsi yfir því, að ég lít svo á, seni við-
hald og verndun íslenzka þjóðernisins meðal
yðar sé máttugasta vopnið, sem þér getið beitt
til sigurs yður sjálfum hér vestra.“
Það vekur í senn aðdáun og undrun, hversu
íslenzki kynstofninn í Vesturheimi hefur
verndað þjóðtungu sína og menningu um þann
langa aldur, sem liðinn er, síðan er hinir fyrstu
frumbyggjar námu þar land, nýkomnir frá
hinu ástfólgna og marghrjáða íslandi.
Á ferð um íslendingabyggðir er fróðlegt að
hitta menn, sem liafa á barnsaldri farið frá
heimalandinu, en tala enn þann dag í dag, með
sjötíu ár á herðum, íslenzka tungu eins og bezt
gerist heima á Islandi.
Það er einnig undravert, að þess skuli mörg
dæmi, að jafnvel þriðja kynslóðin, þar sem afi
og amma hafa flutzt ung að aldri frá íslandi,
skuli tala og rita íslenzka tungu.
Þetta ber vott um tvennt: Undramátt íslenzk-
Gunnar Thoroddsen.
unnar og tryggð Vestur-íslendinga við íung-
una. I menningu vorri er íslenzkan uppistað-
an. I þjóðerni voru er hún snarasti þátturinn.
Til skilnings á hinum gullnu bókmenntum er
hún lykillinn sjálfur.
Eins og fagna lier hverri tilraun til að vernda
og varðveita hið ástkæra, ylhýra mál, eins er
og virðingarverð sérhver viðleitni til aukinna
menningartengsla og viðhalds íslenzku þjóð-
erni á öðrum sviðum.
Hinar gagnmerku tillögur Árna Bjarnarson-
ar um menningarmál og fleira þarf að fram-
kvæma sem fyrst. Það er hagsmunamál allra
Islendinga, vestan hafs og austan.
Vestur-íslendingar hafa borið hróður hins
íslenzka kynstofns víða, þeir hafa gerzt lit-
verðir íslenzkrar menningar, og móðurlandið
á þar jafnan hauka í horni.
r r
Eg flyt Vestur-Islendingum einlægar kveðj-
ur, þakkir og árnaðaróskir. Það er von mín, að
öll getum vér lagzt á eitt um verndun og við-
liald íslenzka þjóðernisins, sem vitmaðurinn
Einar Benediktsson kallaði máttugasta vopnið.
E DD A
59