Edda - 01.06.1958, Síða 65
Hákon Bjarnason,
skógrœktarstjóri:
Klæðum íslaud skógi
ísland hefur farið varhluta af ýmsum gæð-
imi náttúrunnar sakir þess, hve það er langt frá
meginlöndum. Hin norðlæga lega landsins, ein-
angrun þess og gróðureyðing ísaldanna hefur
allt stuðlað að því, að gróðurríki landsins er
fáskrúðugt og gróður þess viðkvæmur á ýms-
an hátt.
Isaldirnar eyddu mörgum -tegundum trjáa,
runna og jurta, en af því, hve 'landið var langt
frá öðrum löndum, hefur lítið af plöntum náð
að komast til landsins eftir ísaldirnar aðrar en
þær, sem borizt hafa með mönnum eða verið
fluttar af þeim.
Onnur lönd á norðurslóðum, sem einnig
mðu fyrir barðinu á ísöldunum en voru í
tengslum við hinar miklu heimsálfur, hera nú
miklu fjölskrúðugri gróður en Island. I því
sambandi er sérstaklega eftirtektarvert, að
flestir þeir staðir í Norður-Noregi og Alaska,
sem hafa líkasta veðráttu og nú er í byggðum
Islands, eru vaxnir miklum skógum.
Hákov fíjnrnasori.
Hér á íslandi uxu að vísu víðlendir birki-
skógar, þegar land var numið fyrir nærri 1100
árum. Nýjustu rannsóknir benda allar í þá átt,
að Ari fróði hefur haft rétt fyrir sér, þegar
hann reit Islendingabók, að landið var viði
vaxið milli fjalls og fjöru.
En birkiskógar gefa mönnum ekki sama arð
og góðir barrskógar, því að birkið er livorki
nothæft til húsasmíða né skipasmíða. Nytjar
birkiskóga eru fyrst og fremst eldiviður og við-
ur til áhalda og amboða. Og ekki þarf að efa,
að hinar fyrstu kynslóðir íslendinga hafa not-
að þessi gæði óspart. Birkiskógarnir gengu til
þurrðar sakir skógarhöggs og beitar. I snjólétt-
um héruðum hurfu þeir á tveim eða þrem öld-
um, en í snjóþungum og strjálbýlum sveitum
hafa þeir víða treinzt mjög lengi, og í slíkum
héruðum eru enn aðalskógaleifar landsmanna.
Skógaleifarnar eru ekki nema svipur hjá
sjón móts við það, er áður var. Þær eru aðal-
lega kræklótt kjarr, og er það afleiðing höggs
E D D A
63