Edda - 01.06.1958, Qupperneq 70
Af trjám þeim, sem sett voru á fyrra tíma-
bilinu og bezt eru, má nefna þessi helzt:
Blágreni (P. Engelmanni, Engelm.). Um
1906 voru gróðursett fáein tré af þessari teg-
und í Hallormsstaðaskógi. Þau eru nú yfir 10
metra á hæð og þvermál þeirra tæpir 30 senti-
metrar í 1.5 meters hæð frá jörðu. Þessi tré
hafa ekki vaxið mjög ört á hæðina, en þau eru
gild og geyma mikinn við. En þó er eitt
skemmtilegast við þau, og það er að þau hafa
borið þroskað fræ nokkrum sinnum. Upp af
þessu fræi hafa vaxið nokkur þúsund trjá-
plantna, sem gróðursettar hafa verið á nokkr-
um stöðum á landinu, og virðast þær sízt ætla
að standa foreldrunum að haki. Er þetta hin
fyrsta kynslóð alíslenzkra barrtrjáa.
Rauðgreni (Picea abies, L.). Nokkrir tugir
rauðgrenis voru gróðursettir I Hallormsstaða-
skógi um svipað leyti og hlágrenin. Þau hafa
ekki náð eins mikilli hæð og þroska og blá-
grenin, en samt eru þetta orðin álitleg tré frá
7—9 metrar á hæð. Þessi tré hafa einnig bor-
ið þroskað fræ og með því sannað horgararétt
í hinu íslenzka gróðurríki.
Sibirískt lerki (Larix sihirica, L.) hefur
líka verið gróðursett í Hallormsstaðaskógi.
Það hefur náð mestum þroska allra innfluttra
tegunda og komizt yfir 12 metra hæð. Lerkið
hefur líka verið gróðursett á Akureyri og eru
þar nú víða mjög myndarleg tré frá fyrsta og
öðrum íug aldarinnar.
Af öðrum trjám frá þessu tímahili má nefna
luoddfuru (Pinus aristata, Engelm.), fjalla-
furu (Pinus montana, Mill) og lindfuru (Pi-
nus cembra, L.). Ennfremur eru til nokkur fal-
leg tré af fjallaþin (Abies lasiocarpa, Nutt.),
og skógarfui'u (Pinus silvestris L.). Því mið-
ur er því þannig farið, að ókunnugt er um upp-
runa allra þeirra trjátegunda, sem til eru frá
þessum árum, nema broddfurunnar og lindi-
furunnar. En eitt er víst, að flestar ef ekki all-
ar tegundirnar hafa flutzt hingað frá stöðum,
sem hafa hlýrri sumur en almennt gerast á Is-
landi. Þess vegna er þroski þeirra hér á landi
undraverður, og þar sem flestar hafa borið
fræ, ætti ekki að þurfa að óttast um þær í fram-
tíðinni. Ein tegundin, fjallafuran, hefur meira
að segja sáð sér sjálf.
Á síðara tímabilinu, sem erlendar trjáteg-
undir hafa verið fluttar til landsins, hefur þess
verið gætt að sækja þær til staða, er svipar til
íslands hvað veðurfar snertir. Flest þau tré,
sem áður voru reynd hér, hafa verið flutt inn
að nýju, en auk þess hafa ýmsar tegundir bætzt
í hópinn.
Eru það einkum trjátegundir frá Alaska, svo
sem sitkagreni (Picea sitchensis, Carr.), hvít-
greni (Picea glauca, Voss.), svartgreni (Picea
mariana, B. S. P.), fjallaþöll (Tsuga menten-
siana, Carr.) og ýmsar aðrar, sem of langt
væri upp að telja.
Þessar tegundir eru á ýmsum þroskaskeið-
um, enda skammt síðan að sumar komu til
landsins. En yfirleitt má segja, að það, sem
gróðursett hefur verið frá 1936 hafi tekið
skjótari og betri framförum en Iiitt, sem flutt
var inn á fyrra tímabilinu.
Sitkagreni og sibirískt lerki hafa tekið bezt-
um þroska allra tegunda, en rauðgreni frá
Norður-Noregi og skógarfura hafa líka dafnað
mjög vel.
Hér skal ekki lýst, hvaða þroska hinar ýmsu
tegundir hafa náð, en látið nægja að segja frá
því, að sitkagreni hefur náð allt að 10 metra
hæð á 20 árum og borið þroskað fræ þrívegis.
Yfirleitt virðist sitkagrenið ein harðgerðasta
trjátegundin, sem reynd hefur verið um sunn-
an- og vestanvert landið, en lítil reynsla er af
því norðan lands og austan.
68
E D D A