Edda - 01.06.1958, Page 71
Lerkið hefur hins vegar tekið ágætum
þroska á Hallormsstað, og þar er nú til 20 ára
skógateigur, sem er 6.7 metra á hæð að meðal-
tali, og þar standa nú rösklega 100 tenings-
metrar viðar á einum hektara lands. Slíkt er
frábær vöxtur. Og hann sýnir ásamt vexti sitka-
grenisins, að hér er unnt að rækta nytjavið með
fjárhagslegum ábata.
A liðnum öldum hefur skortur á timbri sett
hinu litla íslenzka þjóðfélagi þröngar skorð-
ur, því að vart mun til verra hlutskipti fyrir
þjóð, sem byggir eyland víðs fjarri öðrum
löndum, en að skorta timbur til skipasmíða.
Og það er ekki vafi á, að skógleysi Islands á
fyrri öldum hefur verið landsbúum mjög til-
finnanlegt, og næst matarskortinum hefur timb-
urskortur verið þungbærastur.
Nú er öldin önnur, en sámt er tirnbur og
aðrar skógaafurðir nauðsynlegar hverju þjóð-
félagi og jafnvel enn nauðsynlegri en fyrr, því
að viður er nú notaður í margs konar iðnað,
sem ekki þekktist áður. Okkur Islendingum er
því ekki minni nauðsyn á að eiga skóga en for-
feðrum okkar.
Árlega verðum við nú að flytja inn við og
viðarafurðir fyrir tugi milljóna, en mikinn
hluta þess, sem nú er fluttur inn, gætum við
ræktað í landinu. Slíkt tekur auðvitað langan
tíma, og af þeim sökum verður skógræktarstarf
aldrei hafið að neinu marki af einstaklingum.
Hér verður þjóðfélagið allt að vinna að ásamt
áhugasömum mönnum, sem skipa sér saman í
skógræktarfélög. Og því fleiri sem láta sér
annt um framtíð þjóðarinnar í landinu, því
hraðar mun starfinu miða.
Skógræktarfélag íslands er nú sambandsfé-
lag 29 héraðsfélaga, og félagar eru að komast
upp í 10.000. Árlega leysa félögin hátt í 2000
dagsverk af hendi, og er það mikið framlag í
þágu skógræktarinnar. En betur má ef duga
skal, og það er ósk og von stjórnar Skógræktar-
íélags Islands, að æ fleiri taki þátt í skógrækt-
arstörfunum með aukinni vinnu eða peninga-
framlögum.
EDDA
69