Edda - 01.06.1958, Blaðsíða 72
Harald S. Sigmar,
hásfcólakennari:
r
Arlegt heimboð æskumanna
Harald S. Sigmar.
Ein heppilegasta leiðin til að halda lifandi
tengslunum milli Vestur-Islendinga og Islands
finnst mér vera sú, að þriðja og fjórða kyn-
slóð þeirra heimsæki landið og dvelji þar að
einhverju leyti nokkurn tíma. Við hjónin, og
börn okkar fjögur, höfurn átt þess kost að vera
húsett í Reykjavík meira en hálft ár, þar sem
ég hefi stundað kennslustörf við guðfræðideild
Iiáskólans. Eg er þess fullviss, að þessi reynsla
okkar hefir orðið til þess, að áhugi okkar og
mat á Islandi og íslenzkum málefnum liefir
aukizt meira en ella hefði orðið.
Sú hugmynd, sem fi'am kemur í tillögum í
riti þessu, að 40—50 ungmenni komi til Is-
lands á hverju sumri, til þess að dvelja í ýms-
um hlutum landsins, kynnast fólkinu, menn-
ingu þess og tungu, kann að koma sumum fyrir
sjónir sem óraunverulegur draumur. En skil-
yrði nútímans gera slíkar ferðir vel möguleg-
ar, og sannleikurinn er sá, að róttækar aðgerð-
ir eru nauðsynlegar, ef skyldleikinn milli vest-
ur-íslenzka fólksins og heimalandsins á að
lialdast lifandi.
Ég minnist þess, að margir af eldri vinum
mínum meðal Vestur-íslendinga höfðu þá
skoðun, að hin íslenzka tunga væri eina brúin
milli þeirra og íslenzku þjóðarinnar. Þeir
töldu, að halda yrði við íslenzkunni í Ame-
ríku, annars myndu hin sönnu tengsl bresta.
Satt er það, að hin íslenzka tunga er dýrmætur
arfur, og skyll er að sýna alla skynsamlega
viðleitni, til þess að vernda og viðhalda notk-
un þessa skáldlega, sígilda tungumáls. En ég
mun aldrei geta fallizt á þá hugmynd, að hún
sé eina brúin til lífræns sambands milli þess-
ara tveggja landa.
Mai'gt annað getur orðið til þess að treysta,
þroska og efla skyldleikann xnilli ættmennanna
beggja megin hafsins. Tungumálakunnátta
fólksins á Islandi er svo góð, að mjög auðvelt
er fyrir fjórðu-kynslóðar Islending frá Kan-
ada að koma hingað með rnjög litla eða enga
70
E D D A