Edda - 01.06.1958, Qupperneq 74
Helgi Elíasson,
frceðslumálastjóri:
Maður er manns gaman
Ég dvaldi nokkra daga í Vancouver og
Winnipeg fyrir hálfum áratug. Ég átti tal við
allmarga Islendinga, þrjá ættliði. Ég heiinsótti
elliheimili og hitti þar fólk, sem aðeins talaði
íslenzku. Allmargt þessa fólks var fætt á ís-
landi eða fætt og uppalið í Islendingabyggð-
um, þar sem íslenzkan var daglegt mál. Mörg
börn innflytjenda voru jafnvíg að kalla á ís-
lenzku og ensku, töluðu íslenzku við foreldra
sína, þótt enskan væri daglegt mál í samskipt-
um við flesta samborgarana. En svo hitti ég
allmörg barnabörn innflytjenda, sem vart eða
ekki skildu íslenzku og gátu ekki talað hana.
Mér var þetta ekki alls kostar sársaukalaust,
en ég komst brátt í skilning um, að svona hlýt-
ur þetta að fara víðast hvar, þar sem eitt aðal-
mál er liður í því að skapa eina ríkisheild úr
mörgum þjóðabrotum.
Ég teldi það jafn fráleitt að segja við mann
af íslenzku bergi brotinn, er ekki hefði lært ís-
lenzku: „Þú ert ekki íslendingur, úr því að þú
talar ekki íslenzku,“ eins og að segja við ein-
hvern útlending, sem lært hefði að tala ís-
lenzku: „Þú ert íslendingur.“
Helgi Elíasson.
Enginn þarf að afneita þjóðerni sínu og upp-
runa, þótt hann mæli ekki á tungu forfeðra
sinna. Hygg ég, að fátt hugsandi fólk geri það,
en þar eð t. d. allur þorri ungra afkomenda
þeirra íslendinga, er fluttust búferlum til Vest-
urheims fyrir allt að 3 aldarfjórðungum, lifir
og starfar fyrst og fremst sem góðir borgarar
þess lands, er þeir búa nú í, þá er þess vart að
vænta, að þeir leggi almennt rækt við að kynna
sér sögu, bókmenntir og menningu „gamla
landsins“ nema fólkið þar sýni í verki jákvæð-
an hug sinn til afkomenda íslenzku landnem-
anna í Vesturheimi.
Áður en lengra er haldið hugleiðingum þess-
um, skal spurt: Er rétt að gera ráðstafanir til
þess að efla gagnkvæm tengsl og kynni íslend-
inga í heimalandimi og þess fólks af íslenzk-
um ættum, sem búsett er og verður í Vestur-
heimi? I öðru lagi: Hvaða ávinningur er að
þeim kynnum fyrir báða aðila? Og í þriðja
lagi: Verði svörin við fyrstu og annarri spurn-
ingunni jákvæð, á hvern hátt ætti að efla gagn-
kværn tengsl og kynni Íslendinga og afkomenda
þeirra austan hafs og vestan?
72
E D D A