Edda - 01.06.1958, Síða 78
Sigtryggur
Jónasson,
sem kallaður
hefir verið
Jaðir íslenzka
lan<lnámsins“
á Nýjh Islandi.
alíslenzkt fylki, sérstakt þjóðfélag, íslenzkur
hólmi í þjóðahafinu mikla. Ef þessi hugsjón
átti að rætast, varð auðvitað nauðsynlegt að
Ijyggja land með lögum og mynda stjórnarfyr-
irkomulag, sem væri við hæfi nýlendunnar. Að
þessu var farið að vinna, þegar á fyrsta vori,
en það er þó ekki fyrr en veturinn eftir, hinn
5. fehrúar 1876, að hráðabirgðalög eru sam-
þykkt fyrir nýlenduna. Var svæðinu þá skipt
í fjórar byggðir, sem hver fyrir sig náði yfir
töluvert land. Þessar byggðir nefnast: Víði-
r
nesbyggð (syðst), Arnesbyggð, Fljótsbyggð,
við svonefnt Islendingafljót, Mikleyjarbyggð,
á stórri eyju, sem er alllangt undan landi. Ail-
ar byggðirnar til samans voru kallaðar Vatns-
þing.
í hverri byggð var nú kosin byggðarnefnd,
og kaus hún sér formann, sem nefndist byggð-
arstjóri. Hann var æðsta yfirvald byggðarinn-
ar. Allir byggðarstjórarnir saman mynduðu
síðan þingráð fyrir allt þingið, kusu síðan
byggðarnefndirnar allar í félagi fimmta mann-
inn í þingráðið, og var hann nefndur þingráðs-
sljóri, enda var hann eins konar forseti nýlend-
unnar.
Þessir memi voru kosnir byggðarstjórar: I
Víðinesbyggð Björn Jónsson frá Ási í Keldu-
r r
hverfi, bróðir Kristjáns Fjailaskálds. 1 Arnes-
byggð Bjarni Bjarnason frá Daðastöðum í
Skagafirði. I Fljótsbyggð Jóhann Briem frá
Völlum í Skagafirði. I Mikleyjarbyggð Jón
Bergsveinsson úr F1 jótsdal, Norður-Múlasýslu.
Þingráðsstjóri var kosinn Sigtryggur Jónas-
son, en vara-þingráðsstjóri Friðjón Friðriks-
son. Var svo til stillt, að annar átti heiina sunn-
arlega, en liinn norðarlega í nýlendunni.
Dr. Rögnvaldur Pétursson hefur í fyrsta ár-
gangi Tímarits Þjóðræknisfélagsins vakið at-
hygli á því, að þetta fyrirkomulag sé sniðið
eftir sýslu- og lireppaskipun hér á Islandi.
. Þing“ er fornt heiti á sýslu. Þingráðið er þá
sýslunefndin og þingráðsstjórinn sýslumaður.
Byggðanefnd mundi svara til hreppsnefndar,
og byggðarstjóri svarar til oddvita og hrepp-
stjóra. — Fn að einu leyli var stjórnskipun Ný-
íslendinga frábrugðin því, sem hér tíðkast. Þar
var formaður byggðarnefndar sjálfkjörinn
meðlimur þingráðsins. Mundi það svara til
þess, ef sýslunefnd væri skipuð oddvitum allra
hreppa í sýslunni. Má segja, að stjórn Nýja-
Islands hafi ekki verið langt frá því að vera
eins konar ráðstjórn.
II.
Hvernig voru nú meginatriðin í lögum þeim,
sem giltu fyrir Vatnsþingin, þ. e. a. s. nýlend-
una í heild sinni? Lagabálkurinn var íullgerð-
ur á fundi í Sandvík 11. jan. 1878, og er hann
prentaður í blaðinu „Framfara“, I. árg. 8. tbl.
Lögin taka fram flest það, sem við kemur
skipulagi og góðri reglu innan þingsins. Eg vil
nú geta lauslega um efni sumra kaflanna og að
lokum bera það saman við þá löggjöf, sem þá
76
E D D A