Edda - 01.06.1958, Síða 80
ílvöldu í Nýja-íslandi. Þá geisaði bólusóttin
um byggðirnar þverar og endilangar og lagði
102 menn í gröfina. Fer ýmsum sögum um það,
hvernig sú veiki barst inn í nýlenduna. Segja
sumir, að íslenzkur piltur liafi flutt hana aust-
an frá Ontario, en aði ir, að veikur Indíáni hafi
leitað skjóls á íslenzkum bóndabæ. Svo sagði
mér aldraður maður, sem var barn að aldri,
þegar þetta gerðist, að svo hafi legið þungt
farg á heimilunum, að börnin voru bæLL að
leika sér. Var því ekki nema eðlilegt, að þeg-
ar sett voru lög fyrir nýlenduna, yrði heil-
brigðislöggjöfin talin eitt af því nauðsynleg-
asta.
IX. kafli fjallar um réttarfar. — Fyrst skulu
mál lögð fyrir sáttanefndir. I sáttanefnd hverr-
ar byggðar áttu tveir menn sæti og einn til vara.
Ef ekki varð sættum á komið, skyldi málið lagt
í gerð, ef annarhvor aðili krafðist þess. Var sá
dómur skipaður fimm mönnum. Hvor málsað-
ili tilnefndi tvo menn, en þingráðsstjóri var
sjálfkjörinn dómsforseti, nema aðilar komi sér
sjálfir saman um annan oddamann.
XIII. kafli var um verksvið þingráðsins. Það
átti að fjalla um öll þau mál, sem snertu þing-
ið í heild sinni, svo sem stækkun nýlendusvæð-
isins. búsetuleyfi handa innlendum mönnum,
umsjón vega, yfirskoðun bóka og málamiðlun
í þrætum milli byggða. Var þingráðinu skylt
að semja frumvörp um slík mál, en ekki gátu
þau frumvörp öðlazt lagagildi, nema þau
hefðu verið lögð fyrir almennan fund í
hverri byggð, og „hvert það frumvarp, sem fær
meiri hluta atkvæða allra atkvæðisbærra þing-
búa, öðlast lagagildi“.
XIV. kaflinn greinir frá, hvað sé verksvið
þingráðsstjórans. Hans embætti er í rauninni
þrefalt. í fyrsta lagi er hann æðsti embættis-
maður nýlendunnar, boðar til þingráðsfunda,
vinnur úr skýrslum um hag nýlendunnar og
gerir yfirlit um ástandið á hverju ári. í öðru
lagi er það talin skylda hans að gera almenn-
ingi grein fyrir því, hvað gera þurfi að .hans
áliti til framfara og menningar. Hann er með
öðrum orðum félagslegur leiðtogi. Og í þriðja
lagi er liann milligöngumaður milli Islend-
inga og Kanadastjórnar. Fyrst framan af var
þar helzt um viðskiptamál að ræða og síðan
þau mál, sem íslendingar sjálfir gátu ekki gert
út um upp á sitt eindæmi.
III.
Lög Vatnsþings voru í XVIII köflum, og er
lengsti kaflinn níu greinar. En ég hef, eins og
gefur að skilja, aðeins rakið helztu atriðin í
efni þeirra. Nú vil ég að lokum benda á ýmis-
legt, sem mér finnst sérstaklega eftirtektarvert
í sambandi við þessa löggjöf. Það má í ýmsu
sjá líkindi með lögurn Nýja-íslands og ganda
Islands. En það má líka sjá, að löggjafar þess-
arar litlu sjálfstjórnarnýlendu hafa reynt að
forðast ýmislegt það, sem fátækri alþýðu var
illa við í íslenzkri löggjöf fyrir einum manns-
aldri síðan. Dr. Rögnvaldur Pétursson bendir
t. d. á það í Tímarits-grein sinni, að nöfnin
„sýsla“ og „hreppur“ hafi verið skágengin, en
í þess stað tekin orðin „þing“ og „byggð“,
sennilega sökum þess, að „hreppur‘‘ liafði ekki
alltaf sem ástúðlegastan hljóm í eyrum þeirra,
sem börðust í bö.kkum fyrir efnalegri afkomu.
Það er líka eftirtektarvert, að ákvæði Ný-
Islendinga um fátækrahjálp eru bæði frjáls og
mannúðleg. Hver byggð á að hjálpa, eftir því
sem þar þykir hentugast, en það eitt er tekið
fram, að ekkjum og munaðarleysingjum skuli
fengnir meðráðamenn, og það, sem meira var,
að þessir meðráðamenn áttu að gera byggðar-
nefndinni árlega reikningsskap ráðsmennsku
sinnar.
78
E D D A