Edda - 01.06.1958, Page 81
Kosningarrétturinn var hrein og bein and-
stæða þess, sem hér tíðkaðist. Aldurstakmark-
ið fært alla leið ofan í 18 ár, hvorki bundið
við efnaliag né húsbóndarétt. Vinnufólk og
þeir, sem voru hjálparþurfi, höfðu þar jafnan
rétt og bændur og eignamenn.
Þá er það réttarfarið. Ekki tel ég neinn vafa
á því, að íslendingar hefðu getað skotið þrætu-
niálum sínum til Kanadastjórnar, jafnvel þó
að nýlendan væri utan hinna skipulögðu
fylkja. En þeir hafa vafalaust treyst sínum
eigin mönnum bezt til að skilja og taka tillit íil
allra ástæðna. Auk þess var þýðingarlítið að
setja lög í þinginu, ef ekki var um leið séð
fyrir stofnunum, sem gerði út um ágreining
manna. Sjálfsagt hafa gerðardómarnir dæmt
engu síður eftir réttlætistilfinningu sinni en
bókstaf laganna. Þau hlutu að ná skammt I
mörgum tilfellum. Gamlar venjur frá Islandi
hafa þar ráðið meiru en kanadisk lög, sem
menn þekktu lítið eða ekkert til. En eitt er
eftirtektarvert við réttarfar Nýja-íslands.
Refsilöggjöf er þar engin til. Það er blátt
áfram ekki gert ráð fyrir glæpum, heldur að-
eins ágreiningsmálum milli einstakra aðila.
En hvað gera skuli, ef annarhvor aðili óhlýðn-
ist dómnum, er ekki nefnt. Það lítur helzt út
fyrir, að það hafi þótt óþarfi að búast við
slíku, og án þess að ég hafi rannsakað það mál
samkvæmt sögulegum gögnum, tel ég nokkurn
veginn víst, að drengskapartilfinningin ann-
ars vegar og almenningsálitið hins vegar hafi
reynzt nægilegt aðhald. Otal sögur eru sagðar
um það frá frumbýlingsárunum, hve íslend-
ingar hafi verið orðheldnir menn og ábyggi-
legir. Sumir innlendir kaupmenn létu hafa það
eftir sér, að þeir þyrftu ekki að gera skriflegan
samning við íslending, því að loforð þeirra
stæðu eins og stafur á bók. Sjálfur þekki ég
gamlan bónda, sem sagði mér sögu af því, að
einn sveitungi sinn hefði eitt sinn fengið að
láni hjá sér nokkra peningaupphæð og lofaði
borgun á vissum tíma. Þegar til kom, gat hann
samt ekki staðið við loforðið, en hann kom
gangandi langa leið um hverja einustu helgi til
að segja þessum vini mínum, að hann gæti enn
ekki borgað. Og þessu hélt hann áfram, unz
hann einn góðan veðurdag kom með pening-
ana. Þetta er aðeins ein saga af mörgum, sem
til eru, um samvizkusemi, ráðvendni og hrein-
skilni manna á frumbýlisárunum, enda má
segja nteð nokkrum sanni, að í slíkri eldraun
sé öll lífstilvera undir því kornin, að menn
geti treyst liver öðrum. Það eitt að fá á sig níð-
ingsorð eða glata trausti annarra sökum ó-
drengskapar, gat vafalaust orðið alveg nægi-
leg refsing fyrir hvern, sem fyrir því varð, þó
að ekki væru til fyrirmæli um það í nokkrum
lögum.
Að lokum vil ég leiða atliygli manna að því,
að stjórnskipulag Nýja-lslands byggðist á lýð-
ræði. Þingráðið er eins konar ríkisstjórn, sem
fer nteð framkvæmdarvaldið, en löggjafar-
valdið er hjá alþýðunni sjálfri, líkt og í borg-
ríkjunum í Grikklandi til forna. Hver maður
greiðir atkvæði um lagafrumvarpið í sinni
heimabyggð, en úrslitum ræður meiri hluti
samanlagðra atkvæða úr öllum byggðunum
fjórum. Oðrum þræði minnir skipulagið á al-
þingi íslendinga á söguöldinni, þar sem hinn
þröngi hringur lögréttunnar var umluktur öðr-
um stærri, allri alþýðu.
Það sýnist hafa vakað fyrir Ný-íslendingum
að gefa hvorki einstaklingum né sérstökum
byggðum hefð- eða lögbundinn yfirráðarétt
yfir nýlendunni. Það er t. d. ákveðið, að það
árið, sem kjörfundur í þingráðið er haldinn að
Gimli, en sú byggð er sunnarlega í þinginu,
skuli þingráðsfundur vera haldinn í norður-
hlutanum, að Lundi, og öfugt. Með þessu hafa
E D D A
79