Edda - 01.06.1958, Page 83
Jónos Jónsson,
fyrrv. dómsmálaráðherra:
Þökk og kveðjur
Bréf til Vestur-íslendinga.
Sumarið 1938 var ég í nokkurra mánaða
kynnisför í íslenzku byggðunum í Norður-
Ameríku. Kynntist ég þá fjölmörgum Vestur-
Islendingum og hefi frá þeim tíma margar á-
nægjulegar endurminningar. Nú vill svo til,
að góðvinur minn Arni Bjarnarson, ritstjóri á
Akureyri, hefur ákveðið að gefa út sérstakt
r
rit um málefni Austur- og Vestur-Islendinga.
Ætlar hann að rit þetta verði lesið allmikið
bæði á Islandi og í Vesturheimi. Árni hefur
boðið mér að skrifa dálítið greinarkorn í þetta
rit. Mér þykir þetta hagstætt tækifæri, til að
senda þeim mörgu mönnum í Vesturheimi,
sem ég hefi kynnzt að mörgu góðu, þökk og
kveðjur. Vil ég nota þetta tækifæri til að rifja
upp nokkra drætti í skiptum íslendinga austan
hafs og vestan, en sérstaklega víkja að ýrnsum
atriðum frá kynningu minni við landa í Vest-
urheimi. Það mál verður tæplega öðruvísi haf-
ið en með spurningunni um það, hvers vegna
hinn mikli vesturfarastraumur hófst frá landi,
Jónas Jónsson.
sem mátti þó ekki missa neitt af börnum sínum
frá torleystum verkefnum. Vafalaust voru á-
stæðurnar margar, en hin áhrifamesta vond
stjórn Dana á Islandi. Fólkinu gat ekki fjölg-
að, því að atvinnuvegirnir stóðu í stað. í þessu
efni varð gagngerð breyting, þegar þilskipa-
útvegurinn hófst á íslandi á seinni hluta 19.
aldar og alveg sérstaklega þegar togaraútgerð
byrjaði upp úr aldamótunum 1900. Ef danska
stjórnin hefði léyft Islendingum að fara með
sín eigin mál eftir þjóðfundinn 1851, mundu
öll landsins börn hafa getað fengið nægilega
atvinnu og lífsuppeldi heima fyrir. Ameríku-
flutningar björguðu þúsundum íslendinga frá
hallærisraunum heima fyrir. En þegar atvinn-
an óx við sjóinn, byggðust kaupstaðirnir ís-
lenzku, sérstaklega Reykjavík. Vaxandi þjóð
ól upp margt og mannvænlegt fólk, sem urðu
landnámsmenn í Ameríku. Síðar urðu vaskir
sveitamenn landnámsfólk við sjávarsíðuna á
íslandi. En það var áreiðanlega ekki atvinnu-
E D D A
81