Edda - 01.06.1958, Page 91
um þinghússins, sé arfur eða menningargjöf iil
lslendinga á Islandi frá þjóðhátíðum landa í
Vesturheimi. Betur gekk með ýms önnur minni
erindi. Alþingi lagði nokkurt fé til blaðanna í
n Winnipeg með þakklæti fyrir fórnfýsi allra,
sem að þeim standa og við þau hafa starfað,
en með verðfalli íslenzku krónunnar hefur
þessi stuðningur á síðari árum orðið minna
virði, heldur en til var ætlast. Þá tókst mér að
fá lögfestar skyldugjafir íslenzkra bóka til ís-
lenzka bókasafnsins við háskólann í Winni-
peg. Eg vann að því að heiðurstákn þjóðarinn-
ar, fálkaorðan, skyldi ná jafnt til íslendinga
beggja megin hafsins. Voru send 40 heiðurs-
merki í einu til landa í Vesturheimi. Síðan hef-
ur þessum sið verið haldið áfram. Varla er í
þeim efnum, fremur en endranær, um fullkom-
ið réttlæti að ræða, en þeim tilgangi er náð að
íslenzkt heiðursmerki er nú bundið við hið
andlega, en ekki stjórnarfarslega ríki Islend-
inga. Urn stund lánaðist mér að fá nokkra fjár-
veitingu frá íslenzka ríkissjóðnum íil þess að
þjóðræknisfélagið í Reykjavík gæti boðið.
heim íslendingum vestan um haf. Gekk þetta
vel um nokkra stund. Komu nokkrir kunnir
landar úr Vesturheimi í kynnisför iil Islands.
Til að fjölga þessum heimhoðum fékk ég stjórn
Eimskipafélags Islands til að bjóða heim
nokkrum þeim mönnum vestan um haf, sem
mest unnið höfðu fyrir Eimskipafélagið. Var
í því skyni boðið heim í eitm þrem mönnum
frá Winnipeg, Árna Eggertssyni, Ásmundi Jó-
hannssyni og Jóni Bíldfell og frúm þeirra. Því
miður var Bíldfell þá að störfum norðarlega í
Kanada og gat ekki kornið heirn, en mikill var
þáttur hans í stofnun Eimskipafélagsins.
Mundi ég vel, hve skörulega hann kom fratn á
stofnfundinum í Fríkirkjunni í Reykjavík, þar
sem hann var fulltrúi Vestur-Islendinga. Þar
var um að ræða mikla fórn frá þúsundum
þjóðrækinna maniia, sem iögðu fram fé, oft ai
litlum efnum, til að brjóta af gamla landinu
siglingafjötra framandi þjóðar. Þá höfðu Árni
Eggertsson og Ásmundur Jóhannsson þrásinnis
komið heim til íslands á fundi Eimskipafélags-
ins ætíð á eigin kostnað. Nú var þeim í citt
skipti boðið heim, til að þakka hið merkilega
starf þeirra fyrir Eimskipafélagið og landið
allt. Um sama leyti var Gunnar Björnsson og
frú hans gestir Þjóðræknisfélagsins. Var þess-
um ágætu hjónum öllum vel og innilega fagn-
að í Reykjavík og víða um land hvar sem þau
fóru. Síðustu heiðursgestir Þjóðræknisfélags-
ins vestan um haf voru Guðmundur Grímsson
dómari og Vilhjálmur Stefánsson landkönnuð-
ur, báðir með frúm sínum. A stríðsárunum dró
þrótt úr Þjóðræknisfélaginu í Reykjavík, og
heimboðin féllu niður sem ver fór. Það voru
furðuleg öfugmæli sögunnar, að þegar kynni
íslendinga og Ameríkumanna urðu æ meiri
með hverju ári vegna hervarnar Bandaríkja-
manna á íslandi, þá fjölgaði fjárhagsþráðum
yfir hafið, en bróðurböndin frá fátæktarárun-
um virtust vera því veikari sem meira fé var
flutt vestan um haf að íslandsströnd. En margs
er þó að minnast frá dvalartíma Bandaríkja-
r r
hersins á Islandi. Herinn varði Island gegn
hættu af þýzkri innrás. Stjórnin í Washington,
herforingjar Bandaríkjanna á íslandi og liðs-
mennirnir komu yfirleitt fram með stakri vel-
vild og drengskap í garð íslendinga. Meðan
herinn dvaldi hér á stríðsárunum og eftir að
friður komst á, hefur borizt feikna mikill auð-
ur, líklega þrír milljarðar króna vestan um haf
til Islands. Hefur það fjármagn á margan hátl
orðið til eflingar atvinnulífi og framkvæmd-
um á íslandi. En nokkrir annmarkar eru allt-
af á slíku sambýli. Jafnvel þó að hagnaður
fylgi fyrir báða aðilja, er leitt til þess að vita,
fyrir Islendinga og ísland, að þau mistök, sem
E D D A
89