Edda - 01.06.1958, Page 94
Jóncs Þorbergsson,
fyrrv. útvarpsstjóri:
Landnámabók íslendinga
hin nýja
íslendingar hafa nú um árabil unnið að rit-
un sögu sinnar og hafa til þess verið kallaðir
hinir færustu menn. Hefir þessu verki þokað
fram svo, að telja má, að fyrir endann sjái. —
Þjóðin hefir löngum stært sig af uppruna sín-
um og fornri reisn. Enda mun upphaf Islend-
ingasögu ávallt verða einn þeirra drátta í
mynd veraldarsögunnar, sem ekki máist né
fellur í gleymsku, meðan mannkynssaga verð-
ur rituð og lesin. — Forfeður þjóðarinnar
námu landið; festu hér hyggð og settu sér
einstæða stjórnskipan þeirra tíma. Þeir festu
tungu sína í ritmáli með þeirri snilld, sem í
dag vekur undrun og aðdáun og sköpuðu laók-
menntir, sem skipa nú rúm meðal merkustu
fornbókmennta þjóðanna. •— Og þeir rituðu
Landnámabók sína, sem um efni og gerð mun
ávallt verða talin nteðal einstæðustu fornbóka.
Tvisvar hafa Islendingar gerzt landnáms-
menn: Við landnám Islands á 9. öld og þúsund
árum síðar, er þeir á ofanverðri 19. öld gerð-
Jónas Þorbergsson.
•
ust hluttakar með öðrum þjóðum Evrópu í
landnámi Kanada og víðar í Vesturálfu heims.
— Segja má, að í bæði skipli hafi nauður til
rekið. Fyrstu landnámsmenn vildu ekki una
yfirgangi og einræði Haralds hárfagra, sem
braut undir sig endilangan Norveg. — A 19.
öld ofanverðri var sjálfstæðisbarátta Islend-
inga komin á flugstig og þjóðvakningin
Jjrauzt um í hugum manna. — Hinsvegar var
svo að þjóðinni sorfið eftir aldalanga verzlun-
arþrælkun Dana, selstöðvarverzlanir þeirra á
Islandi, tíð áföll og hallæri af völdum eld-
gangs og hafísa, að nýir bjargræðisvegir voru
lokaðir og örbirgð almenn. — Var það ástand
raunar engin nýlunda á Islandi, því öldum
saman höfðu beiningamenn farið um landið
og átt tvo kosti fyrir höndum: bónbjargir eða
hungurdauðann.
Vesturflutningarnir voru því í raun réttri
auðsæ viðbrögð þjóðvakningarinnar með því
að þeir Islendingar, sem bjuggu við örbirgð
92
E D D A