Edda - 01.06.1958, Síða 95
og áttu sér ekki iirkosta til sæmilegrar lífs-
bjargar, tóku margir að hyggja á stærri ráð,
en að taka sér betlistafinn í hönd.
Landnámssaga íslendinga í Vesturheimi er
einn þáttur Islendingasögu og ekki sá ómerk-
asti. — Um landnámið sjálft getur ekki orðið
fjallað í þessari stuttu grein. Orfáir, alkunnir
drættir eru þó tiltækir. Islendingar komu
vestur um haf flestir með tvær hendur tómar.
Mjög margir þeirra urðu að nema land oftar
en í eitt skipti. — Fyrsta og önnur kynslóð
landnemanna urðu að leggja svo hart að sér,
til þess að sigrast á örðugleikum frumbýlisins,
að fáu einu gæti þar orðið til jafnað. — Land-
nemarnir skipuðu sér saman í mörgum byggð-
arhverfum, héldu tungu sinni og háttum, stofn-
uðu söfnuði og reistu kirkjur, rituðu mikið og
orktu, gáfu út blöð og hækur og héldu árlega
sinn „íslendingadag“. — Sem landnámsmenn
og borgarar síns nýja fósturlands gátu Islend-
ingar sér hvarvetna hið bezta orð fyrir vinnu-
semi og dugnað, tAimenrtsku í störfum og
heiðarleika í viðskiptum, námfýsi og hæfi-
leika. Enda hafa margir þeirra komist til
hárra meta.
íslenzkir landnámsmenn hafa þannig borið
hróður ættstofns síns og uppruna til nýrrar
álfu; undið merkan þátt í landnámssögu nýrr-
ar stórþjóðar, en haldið þó þjóðerni sínu, sér-
kennum og tungu til veridegra drátta um ná-
lega aldarskeið.
Aldrei verður að fullu skilinn né skráður
sársauki landnemanna, sem í einskonar
draumkenndu ofboði höfðu slitið sig úr faðmi
æskustöðva og föðurlands og hafið frumbú-
skap í fjarlægri heimsálfu. —- Allur þorri
landnemanna vissi það ofurvel, að þeir myndu
aldrei eiga afturkvæmt. — Sjálfur hefi ég
reynt forsmekk þess sársauka og átt kost á því,
að kynnast hugarfari og tilfinningum all-
margra hinna fyrstu landnema. — Efalaust iel
ég, að þeim hafi flestum farið svipað og föður
Eggerts OÍafssonar, er hann fregnaði drukkn-
un sonar síns í Breiðafirði, að hann leitaði á
vit stritsins og bældi sorg sína með líkamleg-
um átökum. — Atök vestur-íslenzkra land-
námsmanna hafa að mestu verið átök sársauk-
ans.
Bókmenntaafrek Islendinga í Vesturálfu
hefir að tiltölu orðið mikið bæði að vöxtum
og gildi. í hópi landnemanna orkti og ritaði
eitt af fremstu höfuðskáldum Islendinga fyrr
og síðar. — Ættgenga sagnfræðihneigð fluttu
íslendingar með sér vestur um haf og hafa
ritað mikið um landnámið, ættvísi, sagnfróð-
leik og þjóðsögur. Liggur sá fróðleikur
dreifður í bókum og blöðum og væntanlega
einnig í miklum handritum.
En Landnámabók Islendinga hin nýja hefir
enn ekki verið rituð á þá lund, er gerðu Is-
lendingar til forna. •— Saga Islendinga, sem
nú um langt skeið hefir verið í smíðum, verð-
ur aldrei að fullu rituð, ef sögu laudnáms
þeirra í Vesturheimi verður þar sleppt. •—
íslendingar hafa raunar átt í ærnum verkefn-
um að snúast síðustu liálfa öld við að nema
og nýta sitt eigið land að nýju. En margir Is-
lendingar munu líta svo á, að til vansæmdar
liafi liorft og horfi um tómlæti þjóðarinnar
varðandi örlög og afdrif þess hluta þjóðar-
stofnsins, sem neyddizt til að leita sér stað-
festu og lífsbjargar í Vesturálfu á ofanverðri
19. öld.
Nú er það ljóst, að með bók þeirri, sem hér
er gerð, er lagður grunnur að skipulegu starfi
til ]>jargar vísindalegum sagnfróðleik, sem á
E D D A
93