Edda - 01.06.1958, Page 98
verulega gengið undir lífshæfnipróf fyrir
kynstofn sinn á meðal hinna mörgu þjóðerna
í „nýja heiminum“ — og hlotið miklar og
góðar einkunnir.
Þeir hafa reynst þolgóðir menn og sigur-
sælir í lífsbaráttunni.
Þeir hafa reynst slyngir athafna- og verk-
lundarmenn.
Þeir hafa reynst miklir námsmenn og snjall-
ir bókmenntamenn.
Þeir hafa reynst ágætir embættismenn og
það, sem mest er urn vert, clrengir góðir.
Yfirleitt hafa þeir getið sér þann orðstír,
að meðmæli þykja þar í álfu að vera Islend-
ingur.
Það er fullkomlega sannleikanum sam-
kvæmt, sem skáldið Orn Arnarson kvað:
Sé talið, að við höfum tapað,
að tekið sé þjóðinni blóð,
því fimmtungur fáliðaðs kynstofns
sé falinn með erlendri þjóð,
þá ber þess að geta, sem græddist:
Það gaf okkar metnaði flug
að fylgjast með landnemans framsókn
og frétta um Væringjans dug.
Þeir sýndu það svart á hvítu
með sönnun, er stendur gild,
að ætt vor stóð engum að baki
að atgervi, drengskap og snilld.
Og kraftaskáld Klettafjalla
þar kvað sín Hávamál,
sem aldalangt munu óma
í Islendinga sál.
Þegar við hugsum til þrekrauna þeirra, sem
án efa liggja fyrir hinu íslenzka, fámenna lýð-
veldi meðal þjóðanna, þá er til mikillar upp-
örvunar og gleði að minnast Vestur-íslendinga.
Þær einkunnir, sem Islendingarnir hafa hlotið
í samkeppni þjóðanna vestanhafs, gefa ekki
aðeins „metnaði okkar flug“, heldur höfum
við ástæðu til þess að líta á þær sem órækan
vott þess, að íslenzkt þjóðerni sé enn með kyn-
bornum kostum, sem vænta megi að vel dugi
okkar unga lýðveldi til sjálfstæðis og giftu.
En við megum vera íslenzka fólkinu vestan
hafs þakldát fyrir margt fleira.
Þetta fólk hefir munað ættjiirð sína frábær-
lega vel. Það hefir fúslega látið hug sinn og
iijarta hera heimalandsmótið. Með því iiefir
það á vissan liátt sannað okkur hér heirna, að
landið okkar er dásamlegt land — land, sem
lýðveldi hæfir — þrátt fyrir það, að stundum
sumrar hér seint, eins og nú í vor.
Þetta fólk hefir auðgað íslenzkar bókmennt-
ii — eins og Orn Arnarson nefnir dæmi um —
og það hefir viðhaldið íslenzku máli sín á
meðal, svo vel og lengi í .sambýli við enskuna
að undrum sætir, og með því sýnt að tungan,
sem við tölum, er sterk og göfug.
Jafnan hefir þetta fólk heðið heimaþjóð-
inni hlessunar í ljóði og lausu máli og hvað
eftir annað rétt vinarhendur heim yfir hafið.
Okkur er einnig skylt að gera okkur grein
fyrir því, að vaíalaust er, að sú ómetanlega
vinsemd og nærgætni, sem íslenzka þjóðin
hefir í ýmsum efnum notið frá Bandaríkjun-
um nú á stríðstímanum, stafar að einhverju
— og ekki litlu — leyti frá þeim hug, sem hin-
ir íslenzku þegnar Bandaríkjanna hafa með
framkomu sinni vakið og viðhaldið þar til ís-
lenzku þjóðarinnar, — auk þess sem vestur-
íslenzkir menn hafa af stjórnarvöldum Banda-
ríkjanna margoft verið valdir sem fulltrúar
þeirra í samskiptum við ísland og reynzt því
eins og nærgætnir synir.
Fyrstu viðurkenningu frá umheiminum fyr-
ir lýðveldinu fékk íslenzka þjóðin frá forseta
Bandaríkjanna. Sú viðurkenning var á þeirri
stundu það, sem þjóðinni lá allra mest á.
Víst má telja, að þátt í því, að þessi viður-
kenning stórveldisins kom svo íljótt fram, hafi
96
E D D A