Edda - 01.06.1958, Page 101
börnunum, eí íleiri voru, fyrir í „dvöl“ sem
kallað var. Það getur hver litið í sinn eigin
barm um það, að ekki var undarlegt, þótt slík-
ar persónur vildu reyna að freista gæfunnar
annars staðar, þótt nokkur óvissa væri um
framtíðina. Þá mun og harðindakaflinn frá
1880—1890 ekki hafa átt svo lítinn þátt í
hurtflutningi margra vestur um haf. En mörg-
um var það óljúft að yfirgefa land sitt, sbr.
vísu Sigurbjörns í Fótaskinni, föður Jakobínu
skáldkonu:
Gnauðar mér um grátna kinn
gæfu-mótbyr svalur,
kveð ég þig í síðsta sinn
sveit mín Aðaklalur.
Það mun oftar hafa verið en vitað var eða
kallað upp um, að það var hinn svali mótbyr
gæfunnar, sem harðast rak á eftir þessari
miklu breytingu á högum einstaklinganna, sem
Ameríkuferðirnar áreiðanlega voru. Um þetta
kvað Stephan G. Stephansson:
En þó sýndist landnemans hamingju höll
á hafið út vonin lians rekin.
Er frelsicí var hleðslan og útgerðin öll
og aleigan heimanað tekin.
Svo fóru bréf að berast frá þeim, er farið
höfðu vestur fyrir nokk'ru og þegar búið all-
vel um sig. Hvöttu þeir frændur og vini til
vesturfarar. Stundum voru sendir peningar að
vestan frá frændfólki, þegar um fátækt fólk
var að ræða.
Aðrir voru þeir, sem lögðu kapp á að kom-
ast vestúr til þess að réttast úr kútnum hér
heima. Haft var eftir þingeyskum bónda, er
liann var spurðum um, hví hann vildi flytjast
vestur með fjölskyldu sína: „Ég vil heldur að
hörnin mín verði beinar hríslur í Ameríku en
hogið kjarr í Bárðardal.“ Menn lögðu þá hart
að sér til að afla fjár fyrir fargjaldinu. Og
þegar ferðahugurinn var kominn í alla fjöl-
skylduna fór mörgum eins og skagfirzka
drengnum, sem raulaði þetta fyrir munni sér,
þegar ferðin var ráðin:
„Alltaf vex og alltaf vex, hugur, hugur, hugur
Ameríku til, Ameríku til.“
Síðast má nefna heilbrigða útþrá og ævin-
týralöngun margra efnilegra ungmenna, karla
og kvenna, sem í alla staði var mannleg og
heilbrigð, því að sannast sagna, var í þá daga
ekki mikið um tækifæri til menntunar og
menningar hér á landi. Þegar Brazilíuferðirn-
ar voru mest í umtali manna á milli hér í
Skagafirði var margt og mikið um það fjar-
læga ævintýraland rætt. Þá var enn kveðið:
Til Brazilíu að bregða sér
bezt er rekkum snjöllum,
þar sælgætiS eilíft er
í rúsínufjöllum.
Árið 1905 var ég nemandi í Búnaðarskól-
anum á Hólum í Hjaltadal hjá Sigurði Sig-
urðssyni, skólastjóra. Þá var það siður að
h.alda Þorrablót á hverju ári. Voru þar ramm-
íslenzkar vistir á borðum og skemmtan marg-
vísleg. Sjálfsagt þótti að mæla fyrir minnum,
því að hinir ungu Hólasveinar áttu að temja
sér mælskulist, og voru minni þessi nokkurs
konar mælskupróf. Að þessu sinni voru nær
500 manns saman komin að Hólum. Minni
voru þar flutt fyrir: Islandi, Skagafirði, bænd-
um, konum og Vestur-íslendingum.
Minni Vestur-Islendinga flutti ungur piltur,
Sigurður Kristjánsson frá Ofeigsstöðum í
Köldukinn. Síðar varð hann kennari, ritstjóri
og þingmaður Reykvíkinga um alllangt skeið.
Þekktur maður um land allt. Ekki man ég
lengur orð úr nokkru þessu rninni, nema ræðu
Sigurðar, henni hef ég ekki getað gleymt, og
ætla að endursegja hana hér, þótt rúm 50 ár
séu frá liðin:
EDDA
99