Edda - 01.06.1958, Side 102
„Það var einu sinni stórt og gamalt tré með
mörgum greinum. Ein greinin var ósjáleg og
hékk afllaus niður. Stóra tréð sagði við sjálft
sig og hinar greinarnar: „Mikið ósköp leiðist
mér þessi grein. Hún er hæði ljót og leiðinleg
og kyrkingur í henni og mér til stórlýta.“
Greinin heyrði þetta allt, og hún grét oft af
harmi útaf því, að hún gat ekkert að því gert,
þó að hún væri ekki sólarmegin á trénu og því
ekki eins reist og hinar greinarnar.
Einu sinni bað hún Austanvindinn hjálpar.
„O, góði vindur, brjóttu mig af trénu og berðu
mig eitthvað langt, langt í burtu, því að hér er
ég öllum til lýta og leiðinda.“ Stormurinn
bænheyrði hana, gerði harða kviðu, braut
greinina og bar hana langt, langt burt — yfii
lönd og höf. Loks féll hún niður á ókunnri
strönd. En lífsþráin var mikil, og greinin byrj-
aði þegar að skjóta rótum, síðan fór að koma
upp lítið tré, sem stækkaði óðum og bar fagr-
ar og þroskavænlegar greinar.
Gamla tréð sagði við sjálft sig, svo að hinar
greinarnar heyrðu: „Nei, Austanstormurinn
hefur brotið af mér ljótu greinina og feykt
henni eitthvað út í buskann. Ja, sú mátti nú
fara. Hún var alltaf heldur ljót, og að litlu
gagni.“
Löngu seinna fór gamla tréð að frétta að
greinin, sem af því fauk, hefði komizt á ein-
hverja strönd langt í burtu og væri nú búin að
festa rætur og farin að vaxa, og væri nú orðin
dálítið tré. „Skárri er það nú rembingurinn.
— Ekki nema það þó -— ætlar sér líklega að
verða að stóru tré.“
Þetta litla ævintýri hreif mig og mótaði
skoðun mína, unglingsins, á Ameríkuferðun-
um. Frá þessu hef ég haft samkennd með líð-
an og erfiðleikum landnemanna, hvort sem
þeir voru hér heima eða vestra, og glaðzt yfir
velgengni þeirra, sigrum og frægð.
Fjöldamargir Vestur-íslendingar, frændur
mínir og vinir hafa heimsótt mig, mér til ó-
blandinnar ánægju og gagns, og bréfum hef ég
skipt við þá um langt skeið.
Vestur-Islendingar stofnuðu Þjóðræknisfé-
lagið 1919 í þeim aðaltilgangi að viðhalda og
cfla sambandið milli Austur- og Vestur-íslend-
inga undir kjörorðinu: íslendingar viljum vér
allir vera. Félagið hóf þegar útgáfu tímarits
síns. Það hófst með kvæðinu Þingkvöð eftir
Stephan G. Stephansson. Upphaf kvæðisins er:
Gamla landið góðra erfða
gengið oss úr sýn.
Lengur skal ei sitja og syngja
sólarljóð til Jjín.
Nú skal rísa, hefja hug og
hönd með Ijóð á vör,
þar sem yzt á vesturvegum
verða barna för,
verða okkar harna fiir.
í formála fyrsta árgangs Tímaritsins standa
þessi orð: „Það er ei talið líklegt, að Þjóð-
ræknisfélag íslendinga verði nema eitt, og er
þetta því tímarit þess, með því er þá ritið
heldur ekki talið vera sérstaklega tímarit ís-
lendinga vestan hafs. — Þá von ala sumir í
brjósti, að myndast geti samtök um þjóðrækn-
ismálið meðal allra íslendinga, og verður þá
Tímaritið sameign þeirra allra og getur orðið
til að leiða hugi þeirra saman.“
Þjóðræknisfélagið hefur boðið allmörgum
Islendingum, einum og einum í senn, vestur
um haf í kynnisferð um íslendingabyggðir,
allt í sama tilgangi, að efla sambandið milli
þjóðarblutanna.
Heldur þótti mér framan af dauflega tekið
undir alla þessa viðleitni Vestur-íslendinga.
■—- Eins og það vantaði móttökutæki hér
heima.
Þannig liðu nær 20 ár. Þá fór Jónas Jóns-
100
E D D A