Edda - 01.06.1958, Qupperneq 108
Ameríku, íslenzkunni sem einni af höfuðtung-
um heims, milljónaþjóðum lesandi Hávamál
og Snofra-Eddu á móðurmáli sínu. Hvað hefði
jafnvel getað orðið, ef Eiríkur rauði liefði íek-
ið sig upp með allt sitt lið frá Grænlandi og
íJutt til Vínlands, livort sem það nú hefur .ver-
ið í Maine, Massachusetts eða Manhattan, eins
og sumir hafa haldið? Sú nýlenda hefði átt að
eiga lífsskilyrði og nógur var þar trjáviður íil
skipasmíða og viðhalds sambandsins við Is-
land. Það var ekki fyrr en 8—9 öldum síðar
sem Islendingar, knúðir af landþrengslum og
erfiðri afkomu Jieima fyrir, ásamt ævintýra-
lmg og athafnavilja, hófu að nýju landnám í
Vesturheimi, en.þá voru þeir fáir í samanburði
við þá, sem þangað Jiöfðu áður leitað, og önn-
ur tunga en íslenzkan orðin allsráðandi í inni
nýju heimsálfu.
-i' 'I' '!'
Á ferðum mínum um inar dreifðu íslend-
ingabyggðir vestanhafs, sem ég fór í boði Þjóð-
ræknisfélags Vestur-lslendinga haustið 1950,
skaut stundum upp í liuga mínum mynd, sem
að vísu var ekki eins stórfengleg og sú mynd
prófessors Toynbee, sem liér hefur verið lýst,
en þó nokkuð svipaðs eðlis. íslendingar eru nú
dieifðir orðnir um niikinn hluta Norður-Ame-
ríku frá hafi til hafs, en hvernig hefði farið, ef
(iJl orka þeirra og alJur fjöldi vesturfaranna af
íslandi hefði beinzt að einum stað, áður ó-
numdum, og þar liefði verið stofnuð alíslenzk
nýlenda, þar sem íslenzk tunga og liættir liefðu
Jialdizt á sama hátt og gömlu frönsku landnem-
arnir í Austur-Canada hafa haldið tungu sinni
til þessa dags og aukist þar og margfaldast?
Þetta var áreiðanlega hugsjón þeirra ágætu
manna, sem höfðu forustu fyrir íslenzkum
vesturförum fyrir 80—90 árum síðan, þegar
þeir reyndu að stofna alíslenzka nýlendu, nýtt
ísland, á vesturströnd Winnipegvatns. Staðar-
val þeirra var að mörgu leyti eðlilegt. Islend-
ingarnir voru Jiláfátækir, komnir héðan af ís-
landi og eftir mestu harðindi, sem yfir það
hafa gengið á síðari tímum. Þeir höfðu ekki
ráð á að kaupa sér bústofn og kunnu ekkert iil
akuryrkju, en voru flestir nokkuð vanir veiði-
skap. Hinu gat þessa foringja ekki órað fyrir,
að á fyrstu árum íbúanna í Nýja íslandi myndu
vatnsflóð, Jiólusótt og fleiri plágur þjarma svo
að þeim, að við sjálft lá, að örlög þessarar ný-
lendu yrðu in sömú og íslenzku nýlendunnar
í Grænlandi mörgum öldum áður. Það var í
rauninni aðeins þreki þeirra, þrautseigju og
samheldni að þakka, að svo fór ekki, auk
lijálpar og skilnings ins ágæta Islandsvinar,
Dufferins lávarðar, sem þá var Iandstjóri í
Canada. Því aðdáanlegra er það, að þessir
hrjáðu og snauðu menn mátu svo mikils ís-
lenzkan menningararf sinn, að þeir byrjuðu á
því að reisa sér kirkju, þar sem þeir gátu kom-
ið saman til íslenzkrar guðsþjónustu, og komu
sér upp prentsmiðju og blaði til þess að ræða í
því áhugamál sín og það, sem til framfara
mátti verða. Einu eignirnar, sem flestir þeirra
höfðu flutt nreð sér að heiman, voru bækur
þeirra, svo sem Passíusálmarnir, Vídalíns-
postilla og íslendingasögur. Því miður kom
það fljótt í Jjós, að þeir höfðu einnig flutt með
sér þann flokkadrátt, sem fyrr og síðar hefur
dreift orku Islendinga og hamlað henni að
njóta sín til fulls. Sem betur fer, er sú ættar-
fylgja nú kveðin niður þar vestra, og á Þjóð-
ræknisfélagið í því mikinn og góðan þátt.
Þegar ég fór um blómlegri byggðir en Nýja
Island, einkum og sér í lagi Kyrrahafsströnd-
ina norðantil, sem mátti heita lítið numin
fyrir 80—90 árum síðan, sá ég fyrir mynd af
[iví, sem hefði getað orðið, ef orka og þraut-
seigja allra eða flestra íslenzku vesturfaranna
Jiefði fengið að njóta sín þar frá upphafi í al-
106
E D D A