Edda - 01.06.1958, Blaðsíða 111
ekki upp þá siði, sem þar ríkja. Hitt tel ég
vafalítið, að menn af íslenzku ætterni muni
um komandi aldir telja sér það til gildis að
vera komnir af þeirri þjóð, sem á sínum tíma
átti sérstæðasta og að mörgu leyti merkilegasta
menningu í Evrópu. Þeir munu rekja með
slolti ættir sínar til fyrstu íslenzku landnem-
anna við Winnipegvatn og víðar á sama hátt
og menn af enskum uppruna rekja ættir sínar
til pílagrímanna í Nýja-Englandi. Islenzk
kirkja, íslenzk blöð, Þjóðræknisfélagið og The
lcelandic-Canadian Club hafa unnið mikið og
þarft verk með að halda við ræktarseminni við
gamla landið og heimaþjóðina hér, og kenn-
arastóllinn í íslenzkum fræðum við Manitoba-
háskóla, sem stofnaður var með stóru fjárfram-
lagi frá Ásmundi Jóhannssyni og með frekari
fjársöfnun undir forsæti Dr. Thorlakson, mun
vinna að auknum kynnum af íslenzkri tungu,
sögu og menningu. Fyrir allt þetta megum vér
vera þakklátir frændum vorum vestra, því að
allt eykur þetta hróður Islands. Ef til vill eiga
þessir frændur vorir eftir að varðveita ein-
hverja þá ættargripi, sem forgörðum fara hér
heima.
Minnumst þess, að sá græðlingur ins ís-
lenzka ættarmeiðs, sem skotið hefur rótum
handan hafsins, sýgur enn til sín hollan safa
úr íslenzkum jarðvegi, að „blóðið sama er í
okkur, dropar tveir, en sami sjór“. Minnumst
þess, að öll þau afrek, sem þeir eiga eftir að
\inna, eru til frægðar og sóma ættlandi voru
sameiginlegu, meðan minningin um það helzt
vakandi í hugum niðja þeirra. Vinnum að því,
að aldrei hresti sú trausta taug, sem tengir þá
c.g oss.
EDDA
109