Edda - 01.06.1958, Blaðsíða 112
Pétur Ottesen
alþingismað ur:
/
Hin andlega brú yfir liafið
Pétur Ottesen.
f
Enginn er sá Islendingur, að honum renni
ekki kalt vatn milli skinns og hörunds, er hann
rennir huganum til þeirra náttúrufyrirbæra
hér á landi, er vesturheimsferðunum olhi á
síðasta fjórðungi nítjándu aldar. Harðindi og
tnargskónar misbrestir í árferði höfðu oft
leikið íslendinga grátt og reynt mjög á þolrif
þeirra. En aldrei höfðu Islendingum fyrr að
liöndum borið afleiðingar harðindanna og
misærisins í þeirri mynd, að stórir hópar
nianna flytti af þeim sökum alfarið af landi
burt til annarrar heimsálfu. Það var vissulega
mikil blóðtaka þjóð vorri að sjá á bak þessu
fólki. Og því skýrar stendur það nú fyrir sjón-
um vorum, hve hér var mikils í misst, sem
reynsla hinna síðari áratuga hefir fært oss
heim sanninn um það, að vér höfum hér á
brautum nýrrar tækni stóru hlutverki að
gegna í hagnýtingu náttúrugæða lands vors.
Það er í sjálfu sér ekkert undrunarefni, þótt
hér á landi bryddi nokkuð á þeirri skoðun á
þessum árum, að með brottflutningi þessa
fólks til Vesturheims væri orðin sú vík á milli
vina, að til beggja vona gæti brugðizt, hve
sterk mundu reynast ættar- og vináttutengslin
við heimaþjóðina, eftir að svona var komið.
En reynslan sýndi brátt ótvírætt, að allar efa-
semdir, sem að þessu lutu þá, vorn gjörsam-
lega ástæðulausar. Islendingseðlið var áfram
óskert í lífi og tilveru þessa fólks. Því þótti
vænt um land sitt og þjóð. Það elskaði móður-
málið og lagði alla sál sína í það að vernda
tunguna og þjóðleg einkenni. Það stóð föstum
fótum á grundvelli sagnaritunar vorrar og
bókmennta. Fornsögurnar, rímurnar og sálm-
arnir voru sem áður andlegir fjársjóðir þessa
fólks. í þessar lindir sótti hið andlega líf þess
næringu sína. Með þetta vegarnesti hófu vest-
urfararnir íslenzku starf sitt í hinum nýju
heimkynnum. Þetta starf varð giftudrjúgt. Is-
lendingarnir reyndust þróttmiklir og athafna-
samir í því alþjóðalandnámi, sem þeir gerð-
ust þátttakendur í. Þeir sameinuðu þar með
dásamlegum hætti mikið, traust og farsælt
110
E D D A