Edda - 01.06.1958, Síða 113
íramlag í þátttöku mála á alþjóðavettvangi og
ræktarsemi við tungu sína, ættland sitt og ís-
lenzka háttu. Störf íslendinga í Vesturheimi
hafa horið hróður hins íslenzka kynstofns um
víða veröld. Islendingum hafa því vissulega
fallið í skaut miklar sárabætur fyrir þann
ha rm, sem þeim var á sínum tíma kveðinn við
brottför vesturfaranná.
Aldrei getur íslendingum úr minni liðið sá
stuðningur, sem oss l^arst frá bræðrum vorum
og systrum í Vesturheimi, er lagður var grund-
völlur að siglingaflota vorum með stofnun
Eimskipafélags Islands.
Oss hér heima má sannarlega vera það mik-
ið og hugstætt gleði- og ánægjuefni, að menn-
ingararfur sá, er vesturfararnir fluttu með sér
héðan að heiman, hefir verið ljós á vegum
þeirra í hinum nýju heimkynnum. Og þá dreg-
ur það ekki úr þessari ánægju- og gleðikennd
vorri, er vér sjáum og þreifum á því, hve af-
komendum vesturfaranna er það hugleikið
áhuga- og metnaðarmál að varðveita vel og
li'úlega þennan menningararf og hera ótrauðir
uppi merki íslands í hvívetna í heimkynnum
sínum.
Hvað skyldi oss því vera hjartfólgnara og
skyldara en það að gjöra allt, sem í voru valdi
stendur og stuðlað gæti að því að varðveita
og efla ættar- og vináttutengsl vor við íslenzka
þjóðstofninn í Vesturheimi? Vér vitum vel, að
í þeirri viðleitni af vorri hálfu mætir hönd
hendi, sem byggir brú vináttu, órofa tryggðar
og ræktarsemi yfir hið stóra úthaf, sem skilur
byggðir vorar. Náin kynni milli íslendinga í
heimalandi sínu og íslenzka þjóðarbrotsins í
Vesturheimi og þekking og skilningur þeirra
hver á annars högum og háttum hafa miklu
hlutverki að gegna nú og í framtíðinni.
Það er stórt hlutverk, sem bíður hinnar
uppvaxandi æsku á Islandi. Hún á mikið verk-
efni fyrir höndum. Vér búum hér við óramikið
landrými. Land vort er eftir nútímaviðhorfí
ærið langt frá því að vera fullnumið. Verkefn-
in breiða hvarvetna faðminn á móti oss. Hverj-
um einasta þumlungi af landi, sem nú er blásið
og hei l og ekki er jökli hulið, eða ofan við Iiin
eiginlegu gróðrarmörk, getum vér breytt ineð
tíð og tíma í gróðurlendi, þar sem sprettur
kjarngott og safaríkt gras. Sá tími er að renna
upp, að vér aukum gróðurlendið á afréttum
vorum með því að strá yfir þær áburði úr flug-
vélum. 011 stærstu fallvötn vor renna enn ó-
beizluð til sjávar, svo sem þau hafa gert um
aldaraðir. Það rekur óðum að því, að þessi
guUnáma verði nýtt. Hér þurfa að rísa upp
stórvirkjanir, þar sem vér framleiðum orku
til þess að vinna verðmæt efni, málma og fleira
til útflutnings á erlenda markaði. I jarðhitan-
um eigum vér meiri auðæfi en okkur órar enn
fyrir, og erum vér þó nú þegar engir eftirbátar
annarra um hagnýtingu hans. Fiskimiðin við
strendur Islands leggjum vér undir íslenzka
lögsögu, þannig að vér búum einir að þeim í
framtíðinni. Þannig mætti lengi telja.
Með tilliti til þess, hve vér eigum enn langt
í land með að hagnýta til hlítar þau miklu og
margháttuðu náttúrugæði, sem land vort á, þá
má það Ijóst vera, hve mikils er um það vert,
að frændur vorir í Vesturheimi viti sem gerst
um hagi og háttu vora í þessu efni sem öðru.
Og því gildismeiri eru oss að þessu leyti kunn-
ingsskapar- og vináttutengslin við þessa frænd-
ur vora, þar sem svo háttar til, að þeir lifa og
starfa í því umhverfi, þar sem tæknilegar fram-
farir á flestum sviðum eru lengst á veg komn-
ar í heiminum. Og þá dregur það ekki úr mikil-
vægi þessara kynna, að Islendingar í Vestur-
heimi hafa getið sér gott orð og sumir mikla
frægð fyrir liugkvæmni sína og athafnir á
sviði þessara risavöxnu framfara.
E D D A
111