Edda - 01.06.1958, Page 116
Ef drottinn gerði að gnlli tár,
sem geymir hugur minn,
þá vildi eg. gráta öll mín ár
til auðs í vasa þinn.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Um fóstru sína í vestrinu kvað þessi sama
maður fögur ljóð, t. d. þessar línur:
Vesturlandið, landið mitt,
landið margra bjartra daga,
upp við blessað brjóstið jiitt
börn þín verma höfuð sitt;
sumarklæði sólskinslitt
sveipar þína blómgu haga.
Vesturlandið, landið mitt,
landið margra bjartra daga.
Sigurður Júl. Jóhannesson mun í báðum
þessum sérstæðu erindum tala hjartans máli
flestra Islendinga í Vesturheimi. Það hefur því
aldrei brugðizt, að hafi Island rétt heita og
sterka hönd vestur yfir Atlants djúpu ála, þá
hefur verið tekið innilega í hana að vestan.
Það er því okkur mörgum, sem dvalið höfum
árum saman í Ameríku, en húum nú heima á
íslandi, fagnaðarefni, að upp er að rísa sterk
hreyfing til þess að efla sambandið milli Is-
lendinga austan hafs og vestan.
Oþarft mun að hæta við hinar mörgu og
góðu tillögur, sem Árni Bjarnarson, hókaút-
gefandi á Akureyri, hefur borið fram og gef-
ið út, um að efla samstarfið. Hitt skiptir svo
miklu máli, að þeir verði sem flestir og traust-
astir, sem stuðla að góðum framkvæmdum
þessara tillagna. Fyrir alhnörgum árum var
undirritaður einn þeirra áliugamanna um þessi
mál, sem efndu til Vestmannadags á Þingvöll-
um. Var mér þá valið það veglega hlutverk að
ganga bónorðsför til forsætisráðherrafrúarinn-
ar og biðja hana að vera Fjallkona þenna há-
tíðardag. Og ég var svo heppinn að fá ekki
hryggbrot. Dagurinn var svo bjartur og fagur
á Þingvöllum og ég man ekki betur en að hann
heppnaðist vel, en síðan ekki söguna meir. Það
er því gott, að á ný kemur fram tillaga um slík-
an Vestmannadag á Þingvöllum ár hvert, en
það er aðeins ein af mörgum ágætum tillögum.
Þjóðrækni íslendinga í Ameríku er sannar-
lega vert að styðja. Þeir hafa haldið vel á hlut-
verki sínu. Minnisstætt verður mér, er ég stóð
á einni aðalgötu Winnipegborgar sumardag
þann, er samveldi fylkjanna í Canada átti 60
ára afmæli, og horfði á hina óralöngu lest mik-
illa og glæsilegra vagna fjölmargra þjóða og
voldugra fyrirtækja, sem ekið var um götur
horgarinnar. Allir höfðu auðvitað vandað sem
bezt til, þar á meðal stórveldi og stórauðug fyr-
ii'tæki, en þegar dæma átti einhverjum aðilja
íyrstu verðlaunin, sagði nefndin, að það væri
ekki vandi, því að íslendingar væru þar sjálf-
sagðir. Þeir sýndu Alþingi hið forna á Þing-
völlum. Þegar svo um kvöldið á útisamkomu
átti að dæma konum hinna mörgu þjóða fyrstu
verðlaun fyrir búninga sína og glæsileik, þá
hlutu íslenzkar konur þau einnig. Á ekki slík
frammistaða lirós og þakkir skilið?
Það var hverjum manni sæmd þar vestra að
segjast vera Islendingur. Eg átti heima tæp
þrjú ár í bæ einum fyrir vestan Klettafjöll. Þar
voru engir aðrir íslendingar, en lögreglustjór-
inn, maður sem ég hafði aldrei talað við, bauð
fjölskyldu minni til miðdegisverðar um jólin
og lét okkur njóta þess eins, að hann hafði
kynnzt íslendingum austur frá í sléttufylkjun-
um. Þannig kynntu Islendingar vestan hafs
þjóð sína og beztu kosti hennar. Alltaf var það
sæmd íslands, sem þurfti að hefja sem hæst.
Að þessu víkur Einar Benediktsson í sínu
volduga kvæði Landinn af vesturvegi:
Þá réðist heimsins harðasta glíma,
hallaðist iandinn rétt á sveif.
í hæð fyrir íslenzkan orðstír hann kleif.
114
E D D A