Edda - 01.06.1958, Síða 117
Vissulega er ástæða til að styðja og efla sem
lengst og bezt slíka landkynningu. Að því skal
nú stefnt með nýjum áhuga og réttum skilningi
á gildi samstarfsins í þjóðrækni og menningu.
Margar leiðir eru færar, eins og réttilega er
bent á í tillögum Árna Bjarnarsonar. Þær virð-
ast meira að segja liggja opnar fyrir og greið-
færar. Þeir sem að vestan kunna að koma til
þess að kynnast Islandi og nútímalífi þjóðar-
innar, munu ekki verða fyrir vonbrigðum.
Þeim mun lítast vel bæði á land og þjóð, og
þeim sem vestur fara, mun einnig þykja gott
að kynnast liinni glaðlyndu, frjálsmannlegu
og tápmiklu þjóð, og hinni „fangmjúku“ miklu
Vestmörk. Þar hefur margur Islendingur vakn-
e.ð til nýs lífs, því að bæði landið og tíðarfar-
ið er örvandi. Þar voru tækifærin. Þar var bik-
ar lífsins borinn að vörum þess, er nennti og
þorði að taka við. Hér má aftur minna á orð
skáldsins:
Spyrji menn nm björg og brauð,
bendir gæfan þeim í vestur.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Og varla er unnt að ræða þetta, án þess að í
hugann komi lýsing Einars Benediktssonar á
þessu fósturlandi Islendinga vestan hafs:
Máttuga skínandi skaparaverk
skammvinnra handa meS ævilangt þor;
þar frelsandi sléttan, fangmjúk og sterk,
fóstrar hvert barn hins sækjandi vilja.
Vestmörk, í armlögum heimsvíðra hylja,
háskóli lífs fyrir manntápsins vor,
þar reisir eitt bragS, þar byltir eitt spor.
Til böls eSa auSnu vegirnir skilja.
Sléttan mikla er fangmjúk og sterk og efldi
margan Islending til dáða. Hún var honum
land hins sœkjancli vilja. Hann áræddi mikla
og erfiða för að leita fyrirheitna landsins, og
þar efldist hans vilji og ræktaðist allt hans
bezta. Þar óx hann að manndómi, því að sál
hans bjó í tveimur góðum heimum. Rótin stóð
djúpt í landi minninganna, landinu sem hann
elskaði og hann festi fljótt ást á landinu, sem
fangmjúkt tók hann í sinn sterka faðm. Við-
fangsefni fékk hann nóg, og „maður vex af við-
fangsefni miklikk
Það er einnig mikið og gott verk fyrir heima-
þjóðina, að rétta sterka hönd vestur yfir haf-
ið, og hún mun vaxa af því verki. Slíkt er hinn
eini réttmæti og mannbætandi nýlendubúskap-
ur. Það gerir hvern mann betri, að hugsa ekki
aðeins um sjálfan sig. Eins mun það efla menn-
r
ingu Islands, að efla sem bezt samstarfið við
börn sín í Vesturheimi. Fylgi heill og blessun
því áformi, og láti Guð vors lands það lánast
sem bezt.
I D D A
115