Edda - 01.06.1958, Page 118
Pétur Sigurgeirsson,
sóknarprestur:
„Römm er sú taug“
Þegar rætt er ura tengslin milli íslendinga
austan hafs og vestan,- fer ekki hjá því að
kirkjan og málefni hennar komi á dagskrá. Því
að næst tungunni mun það efalaust hafa verið
guðstrúin, sem treysti vináttu og tryggðabönd-
in milli Vestur-íslendinga og batt þá órjúfandi
böndum við heimalandið.
„Römm er sú taug, sem rekka dregur föður-
túna til“, sagði skáldið Sveinbjörn Egilsson,
og það sannast iæzt á löndum vorum vestan
hafs.
Tvívegis með nokkurra ára millibili hefi ég
iengið tækifæri til þess að kynnast Vestur-ís-
lendingum í byggðum þeirra og það var oft,
sem mér fannst ég ekki vera í fjarlægu landi
rneðal ókunnugra, heldur heima á gamla
Fróni. Svo sterkan svip hafa þeir sett á um-
hverfið, og varðveitt svo dyggilega ástina til
lslands, að hún ljómar í gegnum allt, sem þeir
hugsa og starfa.
r
Þó að margir Islendingar færu snauðir að
116
Pétur Sigurgeirsson.
heiman til þess að freista gæfunnar í hinum
nýja heimi, áttu þeir vegarnesti, sem reyndist
þeim betra en auður og metorð. Það vegarnesti
var trúin. Hún endurspeglaðist í ljóðum Hall-
gríms, í ræðum Vídalíns, sem hvort tveggja var
eins og hluti af þjóðarsálinni. Og þegar þeir,
sem utan fóru, komu vestur um haf, var eitt
fyrsta verkið að reisa Drottni musteri. Islenzku
kirkjurnar í Vesturheimi eru líkar þeim, sem
heima eru. Og miklar fórnir færðu frumbyggj-
arnir, er þeir byggðu guðshúsin. Þeir spöruðu
hvorki tíma sinn, hæfileika eða fjármuni til
þess að reisa þessi musteri. Og þar Ijómaði
Guðs orð á tungunni, sem á orð yfir allt, sem
cr hugsað á jörð. Og þar söng fólkið íslenzku
sálmana. Þar var Island.
Kirkjan hlýtur á komandi árum að vera
veigamikill þáttur í að tengja íslendinga loet-
ur saman. Það er táknrænt, að biskup Islands
er heiðursverndari hins Evangelisk-lútherska
kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi. Sýnir
E D D A